Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að auka þekkingu og bæta þjónustu á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu.

Samningurinn var staðfestur í júlíbyrjun og er um rannsóknasamstarf bæði í innlendum sem erlendum verkefnum og samstarf um tillögur og sérverkefni fyrir stjórnvöld á sviði landbúnaðar og matvæla.

Segir í fréttatilkynningu að samstarf verði um uppbyggingu rannsóknainnviða og sérfræðiþekkingar þar sem við á. Sérfræðingar beggja munu tengjast betur í gegnum sameiginleg verkefni.

Áherslusviðin þar sem samstarfið mun gagnast eru t.d. sauðfjárrækt, kynbætur (erfðafræði), ný prótein, tenging vinnslu og frumframleiðslu, nýting hliðarafurða, fóður, áburður, vöruþróun og samstarf við neytendur.

Þá er stefnt að nýtingu sértækra rannsóknainnviða hvorrar stofnunar um sig til að skapa samlegðaráhrif í starfsemi og um leið að styrkja
rekstrarforsendur innviðanna.

Gert er ráð fyrir vinnu nýdoktora, doktors- og eða meistaranema í völdum samstarfsverkefnum og skulu þeir að jafnaði vera undir leiðsögn sérfræðinga annars eða beggja aðila. Leitast verður við að fjölga doktorsnemum á sviði landbúnaðar og matvæla.

Jafnframt verður lögð sérstök áhersla á nýtingu á erlendum tengslanetum í Evrópu og Norðurlöndum, sbr. UNIgreen og öðrum samstarfsaðilum eftir því sem við á.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f