Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Djúpivogur.
Djúpivogur.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. nóvember 2016

Sagt forgangsatriði sem og lagning ljósleiðara

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sveitastjórn Djúpavogs  fundaði í síðasta mánuði um mikinn skort á tengingum fyrir þriggja fasa rafmagn sem og á háhraðatengingum í dreifbýli. 
 
Fram kom á fundinum að miklar breytingar hafi átt sér stað í atvinnumálum og að frekari breytingar séu í farvatninu til sveita. 
 
Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. 
 
„Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreifbýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi,“ segir sveitarstjórn. 
Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...