Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sæluhúsið Valgeirsstaðir
Líf og starf 5. júlí 2016

Sæluhúsið Valgeirsstaðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sæluhús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Húsið stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru.

Reynir Traustason, sem er best þekktur sem blaðamaður, er skálavörður á Valgeirsstöðum. „Ég var skálavörður hér í smátíma í fyrra og leist svo vel á mig hér að ég ákvað að vera hér í allt sumar. Ég er annars vegar að passa upp á sæluhúsið, taka á móti gestum og þrífa og hins vegar með skipulagðar gönguferðir á fjöllin hér í kring ef einhver hefur áhuga.

Fjallafólk og firnindi

Að sögn Reynis er hann ekki hættur í blaðamennsku og í hlutastarfi hjá Stundinni samhliða því sem hann er að skrifa bók um fjallafólk og firnindi eins og hann orðar það.

Á veturna stendur Reynir fyrir göngum sem hann kallar Fyrsta skrefið.

„Dagskráin hefst um áramótin og endar í apríl. Þetta er gönguþjálfun fyrir fólk sem langar að koma sér í form og ganga á fjöll. Markmið síðasta hóps var að ganga á Snæfellsjökul í lok apríl og það gekk vel og rúmlega þrjátíu manns sem komust á toppinn. Sami hópur er svo væntanlegur hingað í sumar til að ganga á fjöll og um Árneshrepp.

Ég verð svo með annað prógram sem hefst í haust og kallast Næsta skrefið.“
„Sæluhús Ferðafélagsins í Norðurfirði er gott hús á tveimur hæðum sem tekur tuttugu manns. Á efri hæð eru fjögur svefnherbergi sem rúma frá einum og upp í fjóra gesti en á þeirri neðri eru fjögur herbergi sem taka frá þremur upp í sex gesti. Í húsinu er borðstofa og vel búið eldhús auk sturtu og tveggja salerna,“ segir Reynir.

Í tíu mínútna göngufæri frá húsinu er verslun og sundlaug er á Krossnesi, ekki ýkja langt í burtu. Fjölmargar spennandi gönguleiðir eru í nágrenni við sæluhúsið. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. /

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...