Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Fréttir 6. desember 2017

Sæðisfrumur og loftmengun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar sýna að sæðisfrumum í meðallosunarskammti af sæði hefur fækkað undanfarna áratugi. Einnig að fjöldi vanskapaðra og latra sæðisfruma hefur aukist. Kínverskar rannsóknir benda á aukna loftmengun sem líklegan orsakavald.

Slæm áhrif loftmengunar á heilsu fólks hafa lengi verið þekkt og í verstu tilfellum leitt til ótímabærs dauða. Þrátt fyrir það er oft eins og lítið sem ekkert sé gert til að draga úr menguninni og hún eykst frá ári til árs.

Vísindamenn í Kína hafa sýnt fram á að samhengi er á milli minnkandi frjósemi karla og loftmengunar. Talning á sæðisfrumum í sæði sýnir að frumunum hefur fækkað um allt að 60% í hefðbundnu sæðislosunarskammti á síðustu fjörutíu árum. Rannsóknir á sæðisvökva sýna einnig að í dag finnist fleiri vanskapaðar og latar sæðisfrumur í sæði sem ekki nái að frjóvga eggfrumur en fyrir tæpum fimmtíu árum.

Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Vonandi verða þessar niðurstöður til að vekja stjórnmála- og valdamenn heimsins, sem oftast eru karlmenn, til vitundar um alvarleika loftmengunar í heiminum. 

Skylt efni: loftmengun | frjósemi

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...