Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna.
Fréttir 6. desember 2017

Sæðisfrumur og loftmengun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar sýna að sæðisfrumum í meðallosunarskammti af sæði hefur fækkað undanfarna áratugi. Einnig að fjöldi vanskapaðra og latra sæðisfruma hefur aukist. Kínverskar rannsóknir benda á aukna loftmengun sem líklegan orsakavald.

Slæm áhrif loftmengunar á heilsu fólks hafa lengi verið þekkt og í verstu tilfellum leitt til ótímabærs dauða. Þrátt fyrir það er oft eins og lítið sem ekkert sé gert til að draga úr menguninni og hún eykst frá ári til árs.

Vísindamenn í Kína hafa sýnt fram á að samhengi er á milli minnkandi frjósemi karla og loftmengunar. Talning á sæðisfrumum í sæði sýnir að frumunum hefur fækkað um allt að 60% í hefðbundnu sæðislosunarskammti á síðustu fjörutíu árum. Rannsóknir á sæðisvökva sýna einnig að í dag finnist fleiri vanskapaðar og latar sæðisfrumur í sæði sem ekki nái að frjóvga eggfrumur en fyrir tæpum fimmtíu árum.

Stóra sæðisfrumumálið er alvöru ógnun við lýðheilsu, hamingju og framtíð jarðarbúa og sérstaklega karlmanna. Vonandi verða þessar niðurstöður til að vekja stjórnmála- og valdamenn heimsins, sem oftast eru karlmenn, til vitundar um alvarleika loftmengunar í heiminum. 

Skylt efni: loftmengun | frjósemi

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...