Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Völlur var langvinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands á fengitímanum í desember 2019. Hrúturinn er frá Snartarstöðum í Núpasveit.
Völlur var langvinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands á fengitímanum í desember 2019. Hrúturinn er frá Snartarstöðum í Núpasveit.
Mynd / Guðmundur Jóhannsson
Fréttir 27. janúar 2020

Sæði úr Velli frá Snartarstöðum í Núpasveit var vinsælast

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Sæðistökuvertíðinni hjá Sauð­fjár­sæðingastöðinni í Þorleifskoti í Laugardælum lauk 21. desember síðastliðinn. Mest af sæði var sent úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit, eða í 1.755 ær.
 
Samkvæmt frétt á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands var heildarútsending 16.030 þúsund skammtar af hrútasæði og miðað við 70% nýtingu þýðir það að rúmar 11.000 þúsund ær hafi verið sæddar. Sæðistakan gekk þokkalega en hrútarnir voru að venju misgjöfulir á sæði.
 
Eins og fyrr segir var mest af sæði sent frá stöðinni úr Velli 18-835 frá Snartarstöðum í Núpasveit, eða í 1.755 ær. Næstvinsælast var sæði úr Stapa 16-829 frá Kirkjubæjarklaustri sem fór í 1.565 ær. Úr Glæponi 17-809 frá Hesti var sett í 1.260 ær og Glámi 16-825 frá Svartárkoti í  1.075 ær.  Af kollóttum hrútum var mest sent úr Vidda 16-820 frá Fremri-Gufudal, eða í 925 ær.  
Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.