Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Húnvetningarnir Steinunn og Sigrún skemmta sér yfir smáauglýsingunum.
Húnvetningarnir Steinunn og Sigrún skemmta sér yfir smáauglýsingunum.
Mynd / sá
Fréttir 7. maí 2025

Rýnt í Bændablaðið í bláu Adríahafinu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Upp úr áramótum fréttist af manni sem lá í Bændablaðinu á Suðurskautslandinu. Nú um páskana virtist blaðið njóta vinsælda í Króatíu, bæði á landi og sjó.

Gamall eikarbátur liggur við landfestar á eynni Prvić undan ströndum Króatíu. Athygli vekur að þar stendur maður í stafni og skoðar Bændablaðið. Kemur í ljós að þetta er Króatinn Ainte, skipstjóri á gamla fleyinu Desto (Vakandi). Hefur blaðið óvænt rekið á fjörur alla leið frá Íslandi og Ainte þykir það forvitnilegt þótt hann skilji ekki bofs.

Ainte segist hafa siglt gömlu en traustu Desto milli króatísku eyjanna í árafjöld, oft með ferðamenn og aðra furðufugla. Sjólag sé jafnan gott í þessum hluta Adríahafsins en þó geri stundum varasöm hvassviðri sem kalli á landlegu. Smáeyjan Prvić er í uppáhaldi hjá honum, enda fögur, vel gróin og sérlega friðsæl. Hún er í Šibenikeyjaklasanum og undir sérstakri vernd króatískra stjórnvalda þar sem hún er talin búa yfir sérstakri menningararfleifð. Þar búa um 400 manns að staðaldri.

Króatíski skipstjórinn Ainte skimar yfir forsíðu Bændablaðsins
Engir bílar og ekkert plast

Nafn eyjarinnar er dregið af forngríska orðinu Proteras, nafni guðs vorsins. Búið hefur verið á eynni allt frá dögum Rómverja. Á 14. og 15. öld var eyjan í eigu aðalsfjölskyldna frá Šibenik. Þegar Ottómanar, eða Tyrkir, herjuðu á svæðið á 16. og 17. öld var eyjan griðastaður flóttafólks af meginlandinu. Í seinni heimsstyrjöld gengu margir íbúa eyjarinnar í andfasistahreyfingu og var Prvić mikilvægur útpóstur í vörnum svæðisins gegn hernámi ítalskra fasista og þýskra nasista.

Hinn heimsfrægi Faust Vrančić (1551–1617), biskup, uppfinningamaður og fjölfræðingur, dvaldi gjarnan á Prvić og er grafinn þar. Hann fann m.a. upp nothæfa fallhlíf (Homo Volans), upphengda vindubrú, sporvagn og sólúr, sem sagði ekki einungis til um tíma dagsins heldur einnig vikudag og mánuð. Hann var höfundur hinnar þekktu bókar Machinae novae þar sem hann reifaði ýmsar uppfinningar sínar.

Á Prvić eru engir bílar og þar er notkun einnota plasts algjörlega bönnuð. Fjölmargar eyjar (1.244) eru við hina 1.777 km löngu strandlengju Króatíu, þeirra stærstar eru Cres, Krk, Brač, Hvar og Pag.

Smáauglýsingarnar og Drniš pršut

Á svipuðum tíma vill þannig til að tvær ágætar íslenskar konur, á ferðalagi um Króatíu, hafa tekið sér stundarhlé frá landkönnun og sitja á kaffihúsi í bænum Vodice á Dalmatíusvæðinu við Adríahafið. Þar rýna þær í smáauglýsingar Bændablaðsins sér til skemmtunar í sólarbreiskjunni. Blaðið er því á faraldsfæti bæði á sjó og landi Króatíu.

Þegar nánar er að gáð reynast þetta vera Húnvetningarnir Steinunn Ásgerður Frímannsdóttir Blöndal, frá Breiðavaði í Langadal, og Sigrún Hauksdóttir, sauðfjárbóndi og hestakona í Brekku, A-Hún. Láta þær vel af bæði lestri blaðsins heima og heiman, sem og ferðalaginu. Bændablaðið fer, að þeirra sögn, til dæmis einkar vel með góðum sólarkokteil og Drniš pršut, frægustu hráskinku þeirra Dalmatíubúa. Hún er loftþurrkuð af hvort tveggja hinum kalda og þurra Buranorðanvindi strandsvæðanna og hlýjum sunnanstæðum Jugomeginlandsvindinum, sem skiptast á í Dalmatíu. Drniš pršuthráskinkan getur verið hvort heldur svína- eða nautakjöt og er látin hanga í tvö ár fyrir neyslu.

Vodice er lítill bær á Adríahafsströndinni og liggur á krossgötum Suðaustur- og Mið-Evrópu. Bærinn á sér um 600 ára langa samfellda sögu og var reistur á fornrómverskum rústum byggðar sem kallaðist Arausa en minjar eru um mannvist á svæðinu frá fornöld. Hinn rómverski rithöfundur, náttúrufræðingur og herforingi, Plinius, skrifað m.a. um fegurð svæðisins og not þess til ræktunar ólífa, vínviðar og marasca-kirsuberja.

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...