Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sigrún Agata Árnadóttir við stýrið á dráttarvélinni og tínir upp  baggana af túninu, en Grétar Már Óskarsson og Bárður Kristjánsson hlaða á vagninn.
Sigrún Agata Árnadóttir við stýrið á dráttarvélinni og tínir upp baggana af túninu, en Grétar Már Óskarsson og Bárður Kristjánsson hlaða á vagninn.
Mynd / Óskar P. Friðriksson
Líf og starf 7. september 2016

Rykið dustað af heybaggavélunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Magnús Pálsson, bóndi á Hvassafelli, er eins og bændur eru flestir, hann slær grasið og pakkar því inn í rúllubagga. Heyið sem hann ætlar sauðfé sínu þurrkar hann og bindur í bagga eins og gert var fyrr á árum. 
 
Í blíðviðrinu í sumar virðist talsvert hafa verið um að bændur fullþurrki heyið á túnum og dragi fram gömlu baggavélarnar. 
 
 „Ég leit við hjá Magnúsi þegar hann var að klára að binda heyið og koma því í hlöðu við fjárhúsið. Ilmurinn var eins og best gerist af nýslegnu grasinu. Ég verð að viðurkenna að ég yngdist um 50 ár þegar ég kom í heyskapinn,“ segir Óskar P. Friðriksson, sem sendi Bændablaðinu nokkrar myndir af heyskapnum. 
 
Afturhvarf til fortíðar
 
„Þetta var allt eins og það var þegar ég var sjálfur í sveit að Steinum á 7. áratug síðustu aldar, nema núna var baggatínsluvél sem sá um að tína upp baggana. 
 
Sama tækni er notuð og þegar ég var í sveitinni í gamla daga og því eðlilegt að fleiri hendur þurfi til verksins en nútímaaðferðir kalla á. Þegar búið er að tína upp baggana af túninu í kerruna er ekið með það í hlöðuna þar sem handtína þarf baggana af kerrunni og raða þeim í hlöðunni, eftir kúnstarinnar reglum.“
 
Ódýrt og þægilegt
 
Magnús Pálsson bóndi segir að heyskapur með þessum tækjum sé mun ódýrari en að pakka öllu inn í plast, þótt handtökin séu ef til vill fleiri. Bæði eru vélarnar einfaldari og ódýrari og í stað þess að pakka rúllum inn í plast, þá þarf ekki annað en snæri utan um baggana. 
 
„Menn eru ekki mikið að hverfa aftur í böggun, en þetta er auðvitað ódýr heyskapur. Böggunin datt að mestu niður fljótlega eftir rúllubyltinguna í sveitum landsins. Ef tækin eru til staðar, þurrkur og húsakostur þá er þetta flottur heyskapur. Tíðarfarið hefur líka verið með ólíkindum. Það er líka mjög þægilegt að vera með baggana fyrir sauðféð.“
 
Magnús segir að slík tæki séu víða til ennþá, m.a. á tveim til þrem bæjum undir Eyjafjöllum.
„Menn eru því enn að hirða hey í einhverjum mæli á þennan hátt. Ég tek svona 1.200 til 1.500 bagga sem dugar mér fyrir þær 50 kindur sem ég er með. Þetta er mjög þægilegt við að eiga og baggarnir meðfærilegir.“ 

11 myndir:

Skylt efni: heybaggar | heybaggavélar

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Teppið Tólf ský
17. desember 2019

Teppið Tólf ský

Nautgripir – baulaðu, búkolla
15. febrúar 2016

Nautgripir – baulaðu, búkolla

Styðja nýliða
10. ágúst 2022

Styðja nýliða

Rifs- og sólber
22. ágúst 2014

Rifs- og sólber