Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rushton – vonlaus frá upphafi
Á faglegum nótum 19. maí 2016

Rushton – vonlaus frá upphafi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Bretinn George Ruston ætti ekki bót fyrir boruna á sér aftraði það honum ekki í að dreyma stóra drauma. Einn þessara drauma var að verða eins konar bresk útgáfa af bandaríska iðnjöfrinum og dráttarvélaframleiðandanum Henry Ford.

Rushton, sem var verkfræðingur og gríðarlega sannfærandi sölumaður á eigin hugmyndir, fékk leyfi hjá vinnuveitanda sínum til að hanna traktor sem átti að keppa við Fordson dráttarvélar á Bretlandseyjum. Rusthon var svo stórhuga að honum mun hafa tekist að sannfæra vinnuveitendur sína um að traktorarnir yrðu svo góðir og eftirsóttir að þeir mundu að lokum ryðja Fordson af markaði. Fyrst á Bretlandseyjum og í framhaldi af því í Bandaríkjunum.

Keypt var gömul vélaverksmiðja þar sem áður voru framleiddir lestarvagnar til að smíða dráttarvélarnar sem fengu nafnið Rushton í höfuðið á skaparanum.

Tri Tractor

Frumtýpan kallaðist Tri Tractor og var á þremur hjólum. Sú útgáfa reyndist að öllu leyti ónothæf til allra verka og fór aldrei í framleiðslu.

Næsta skref Rushton var að kaupa amerískan Fordson og skrúfa hann í sundur og smíða nákvæma eftirlíkingu. Til að koma í veg fyrir kæru á þeim forsendum að um eftirgerð væri að ræða breytti hann ákveðnum vélarhlutum eftir sínu höfði.

Fyrstu traktorarnir sem voru fjögurra strokka og á fjórum járnhjólum komu á markað 1928. Þeir voru og bæði þyngri og aflmeiri en Fordson. Þeir voru jafnframt talsvert dýrari.

Salan gekk illa

Á dráttarvélasýningu í Oxford árið 1930 kepptu Rushton og Fordson um hvor vélin hefðu meira dráttarafl. Blokkin í Fordson traktornum brotnaði við aflraunina og varð að hætta keppni. Niðurstaðan var sú að Rushton vélin væri 23,9 hestöfl en Fordsoninn 20,3.

Markmiðið var að selja 10.000 Rushton dráttarvélar fyrstu árin. Þrátt fyrir háleitar hugmyndir og góðan vilja gekk sala Rushton dráttarvélanna vægast sagt illa og fyrirtækið fór á hausinn 1932. Þeir fáu Rushton traktorar sem framleiddir voru gengu undir heitinu General.

Fyrirtæki, sem hét Tractors Ltd. og framleiddi Trusty dráttarvélar, keypti framleiðsluréttinn á Rushton traktorunum og framleiddi nokkra slíka, bæði á hjólum og beltum, fram eftir fjórða áratug síðustu aldar.
Í auglýsingu frá Tractors Ltd. sem átti að blása lífi í sölu Rushton dráttarvéla frá 1933 segir að vélarnar séu einstaklega liprar og kraftmiklar og dráttargeta þeirra vel á sjötta tonn og þeir nái allt að 3o kílómetra hraða á klukkustund með þungan vagn í eftirdragi.

Góðir í varahluti

Eftir að framleiðslu Rushton dráttarvélanna var hætt hvarf stór hluti þeirra, þrjú til fjögur þúsund eintök sem voru framleidd, af sjónarsviðinu. Mikið af þeim voru notaðir í varahluti bæði í Rushton og Fordson traktora.

Skylt efni: Gamli traktorinn | rushton

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...