Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 30. október 2018

Rjómabúið Erpsstaðir hlaut Fjöreggið

Höfundur: smh

Fjöreggið, viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands og Samtaka iðnaðarins, hlaut Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum, en það var afhent á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem haldinn var á Grand hótel á fimmtudaginn.

Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði og í umsögn dómnefndar um Erpsstaðir segir eftirfarandi: „Rjómabúið var stofnað vorið 2009, þegar ábúendur á Erpsstöðum hófu ísframleiðslu. Fyrsta sumarið var einungis seldur ís beint frá býli. Veturinn 2009/10 varð Rjómabúið Erpsstaðir ehf. til sem sér félag og hefur það frá þeim tíma aukið stöðugt við sína framleiðslu. Í dag er framleitt gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum, margar tegundir af ís og skyrkonfekt, sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands og Matís, sem kallaðist „Stefnumót hönnuða og bænda“. Á Erpsstöðum er rekin sveitaverslun sem selur framleiðsluvörur fyrirtækisins.“

Önnur verkefni og fyrirtæki sem voru tilnefnd til Fjöreggsins voru: AstaLýsi, blanda af íslensku astasantíni og síldarlýsi, Efstidalur II, fjölskyldubýli sem rekið er af fjórum systkinum og fjölskyldum þeirra,  Heilsuprótein, framleiðsla á verðmætum afurðum úr mysu sem áður hefur verið fargað, og Matartíminn, vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem framleiðir mat handa skólabörnum.

Í dómnefnd 2018 sátu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins formaður, Helga Margrét Pálsdóttir, gæðastjóri Ora, Sigrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala Háskólasjúkrahúss og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...