Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reykjavíkurdraugar
Á faglegum nótum 27. nóvember 2015

Reykjavíkurdraugar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Reykjavík eru nokkur hús sem þekkt eru fyrir draugagang og mörg önnur þar sem menn telja sig hafa orðið vara við eitthvað skrýtið og óútskýranlegt.

Sagt er að Arndal, fyrsti húsvörðurinn í húsi Kennara­háskólans við Stakkahlíð, gangi þar aftur. Almennt er hann talinn góðviljaður og gangi hægt um, það er einna helst að menn heyri frá honum kamelhósta annað slagið.

Á meðan menntamála­ráðu­neytið var til húsa við Hverfisgötu er sagt að ritvélar ráðuneytisins hafi stundum farið að pikka sjálfar eftir að rökkva tók og fámennt var í húsinu.

Höfði er líklega frægasta draugahús í Reykjavík. Húsið var reist 1909 sem íbúðarhús fyrir franska konsúlinn á Íslandi. Einar Ben­ediktsson, skáld og framkvæmdamaður, bjó í húsinu um tíma og vilja margir tengja reimleikana við fylgju hans. En það er ekki fyrir en um 1950 að verulega fer að bera á draugagangi í Höfða og gekk svo mikið á um tíma að sendiherra Breta sem bjó þar flutti út og seldi húsið. Síðan hafa ýmsir þóst verða varir við eitthvað á sveimi í Höfða. Höfðadraugurinn er líklega frægastur íslenskra drauga þar sem hann var mikið í erlendum fjölmiðlum meðan á fundi þeirra Reagans og Gorbatsjof stóð.

Líkhús franska spítalans í Reykjavík stóð við Lindargötu þar sem Tónmenntaskólinn er nú til húsa. Sagan segir að utanbæjarmaður sem nýkominn var í bæinn hafi verið á ferð um Lindargötu í leit að gistingu. Mætir hann konu sem gefur í skyn að hann eigi að fylgja sér og gerir hann það. Konan vísar honum inn í lítið hús og bendir honum á rúm, eða öllu heldur borð, sem hann geti lagt sig á. Síðan fer hún. Maðurinn telur sig lánsaman að fá svefnstað en heldur þótti honum kalt í húsinu. Skömmu eftir að hann leggst til hvílu finnst honum eins og konan komi aftur inn í húsið og skiptir engum sköpum að hún ræðst á hann og reynir að hafa hann undir. Takast þau á alla nóttina og seinna sagði maðurinn að hann hafi verið dauðhræddur um að hún myndi drepa sig. Undir morgun tekst þó manninum að losa sig undan taki konunnar og sleppa út. Hann fór strax til lögreglunnar og sagði sögu sína og var honum fylgt að húsinu. Þegar þangað var komið og saga hans athuguð nánar fannst lík konu, sem látist hafði daginn áður, liggjandi á gólfinu og greinileg merki um átök.

Í febrúar árið 1953 áttu sér stað hörmulegir atburðir í húsinu að Suðurgötu 2 í Reykjavík. Húsbóndinn á heimilinu, sem var 35 ára gamall lyfjafræðingur, eitraði fyrir konu sinni, sjálfum sér og þremur börnum sem voru á aldrinum þriggja til sex ára. Á náttborði húsbóndans fannst glas merkt Eitur og bréf frá honum. Í bréfinu stóð að hann væri dauðvona vegna veikinda og að hann gæti ekki hugsað sér að skilja konuna og börnin eftir. Dillonshús var á sínum tíma flutt upp á Árbæjarsafn og hafa starfsmenn safnsins oft orðið varir við umgang og óróleika í því.

Skylt efni: Stekkur | Reykjavík | Draugar

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...