Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum
Mynd / Ruth Örnólfs
Líf og starf 28. september 2015

Réttað í endurnýjuðum en 60 ára gömlum Tungnaréttum

Höfundur: Ruth Örnólfs
Réttað var í Tungnaréttum í Biskupstungum þann 12. september sl. Þá voru liðin 60 ár síðan réttirnar voru teknar í notkun eftir breytt staðarval árið 1955. 
 
Að venju var mikið fjör og margt um manninn þegar féð var rekið í réttina um fyrri helgi. Fjallkóngurinn var kona að nafni Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir frá Bræðratungu. Ekki var síður handagangur í öskjunni þegar dregið var í dilka og ekki var laust við að einn og einn dreypti á söngvatni. 
 
Frá gamalli tíð stóðu Tungnaréttir á bakka Tungufljóts í landi Holtakota, rétt ofan við Koðralæk. Þær voru hlaðnar úr hraungrjóti eins og algengast var á þeim tíma. Árið 1955 var ráðist í að endurnýja réttirnar og þá voru þær færðar niður með fljótinu og reistar við fossinn Faxa eða á þeim stað þar sem þær eru núna. 
Í febrúar 2012 stofnuðu heimamenn í Biskupstungum félagið Vini Tungnarétta gagngert til að endurbyggja réttirnar í uppruna­legri mynd. Stofnfélagar voru um 100 talsins. Á stofnfundinum kom strax í ljós að mikill áhugi var fyrir verkefninu og fjöldi stofnfélaga fór fram úr björtustu vonum. 
 
Þann 14. september 2013 var fyrst réttað í nýjum Tungnaréttum í Biskupstungum og dregið í dilka sem eru 25 talsins. Hver þeirra tekur um 400 fjár og samtals rúmast því um tíu þúsund fjár í dilkum réttarinnar. Formleg vígsla réttarinnar fór svo fram laugardaginn 21. júní 2014 með borðaklippingu Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráðherra og  Helga Kjartanssonar, þá  nýkjörins oddvita Bláskógabyggðar. Var þetta hans fyrsta embættisverk.
 
Það var Ruth Örnólfs sem var fulltrúi Bændablaðsins í Tungnaréttum að þessu sinni og tók hún meðfylgjandi myndir. 

5 myndir:

Skylt efni: fjárréttir | Tungnaréttir

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...