Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Mynd / Oddný Anna Björnsdóttir
Fréttir 4. febrúar 2019

REKO afhendingar í fyrsta skipti á Austurlandi

Höfundur: smh

REKO-viðskiptaformið, sem felst í milliliðalausum viðskiptum framleiðenda og neytenda í gegnum Facebook-síður, breiðist nú hratt út um landið. Á laugardaginn var fyrsta afhending REKO-framleiðenda á Austurlandi til viðskiptavina sinna og fór afhendingin fram á Egilsstöðum.

Facebook-hópar hafa áður verið myndaðir fyrir Reykjavík, Vesturland, sunnanverða Vestfirði, Suðurland og Norðurland – og milliliðalaus viðskipti átt sér stað á þessum svæðum.

Níu framleiðendur buðu fram vörur sínar á Facebook-síðunni fyrir Austurland og yfir 150 pantanir bárust í vörur þeirra, sem þykir með því allra besta á landsvísu. Svo mikill áhugi var raunar að hluti vöruúrvalsins seldist upp hjá helmingi framleiðendanna.

Kaupendur leggja fram pantanir inni í viðburðum hvers hóps á Facebook, greiða fyrirfram og fá það síðan afhent á tilteknum stað og uppgefnum tíma. 

Afhendingar verða í þessari viku og um næstu helgi úr hópum REKO Reykjavík (Mjódd), REKO Vesturland (Akranesi), REKO Suðurland (Selfossi) og REKO Norðurland (Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri).

Birta Gunnarsdóttir og Lovísa Rósa Bjarnadóttir, frá HEL og Háhóli geitabúi.

Skylt efni: REKO | REKO Austurland

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...