Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Mynd / Oddný Anna Björnsdóttir
Fréttir 4. febrúar 2019

REKO afhendingar í fyrsta skipti á Austurlandi

Höfundur: smh

REKO-viðskiptaformið, sem felst í milliliðalausum viðskiptum framleiðenda og neytenda í gegnum Facebook-síður, breiðist nú hratt út um landið. Á laugardaginn var fyrsta afhending REKO-framleiðenda á Austurlandi til viðskiptavina sinna og fór afhendingin fram á Egilsstöðum.

Facebook-hópar hafa áður verið myndaðir fyrir Reykjavík, Vesturland, sunnanverða Vestfirði, Suðurland og Norðurland – og milliliðalaus viðskipti átt sér stað á þessum svæðum.

Níu framleiðendur buðu fram vörur sínar á Facebook-síðunni fyrir Austurland og yfir 150 pantanir bárust í vörur þeirra, sem þykir með því allra besta á landsvísu. Svo mikill áhugi var raunar að hluti vöruúrvalsins seldist upp hjá helmingi framleiðendanna.

Kaupendur leggja fram pantanir inni í viðburðum hvers hóps á Facebook, greiða fyrirfram og fá það síðan afhent á tilteknum stað og uppgefnum tíma. 

Afhendingar verða í þessari viku og um næstu helgi úr hópum REKO Reykjavík (Mjódd), REKO Vesturland (Akranesi), REKO Suðurland (Selfossi) og REKO Norðurland (Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri).

Birta Gunnarsdóttir og Lovísa Rósa Bjarnadóttir, frá HEL og Háhóli geitabúi.

Skylt efni: REKO | REKO Austurland

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...