Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Rekjanleika- og sjálfbærnistaðlar fyrir veiðar á villtum fiski
Mynd / VH
Fréttir 15. október 2018

Rekjanleika- og sjálfbærnistaðlar fyrir veiðar á villtum fiski

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Aukin meðvitund almennings um umhverfismál hefur aukið þá kröfu að fiskveiðum sé stjórnað með ábyrgum hætti til að koma í veg fyrir ofveiði. Kaupendur sjávarafurða og neytendur um allan heim leggja síaukna áherslu á að sjálfbær nýting sé höfð að leiðarljósi.
 
Í kjölfarið hafa komið fram nokkrir rekjanleika- og sjálfbærnistaðlar fyrir veiðar á villtum fiski úr sjó, bæði alþjóðlegir og svæðisbundnir.  Af þeim eru þrír viðurkenndir af Global Seafood Sustainability Initiative (GSSI), en þeir eru staðall í Alaska (ASMI RFM Certification), landsstaðall Íslands í eigu Ábyrgra fiskveiða ses (Icelandic Responsible Fisheries) og Marine Stewardship Council (alþjóðlegur staðall).
 
 
Global Seafood Sustainability Initiative
 
GSSI er alþjóðlegur samvinnu­vettvangur verslanakeðja, félagasamtaka, sérfræðinga, opinberra og alþjóðlegra stofnana. Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð og efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávarafurðir. Kröfur GSSI byggjast fyrst og fremst á samþykktum FAO.
 
Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni (staðla) sem standast GSSI úttekt þegar kemur að innkaupum á sjávarafurðum og eldisfiski. Meðal þeirra eru verslanakeðjur og fyrirtæki eins og Ahold Delhaize, Morrisons og Metro Group.
 
 
Iceland Responsible Fisheries (IRF)
 
Upphaf vottunar undir merkjum IRF má rekja til yfirlýsingar um ábyrgar fiskveiðar sem hagaðilar í íslenskum sjávarútvegi undirrituðu árið 2007. Í kjölfarið var ákveðið að þróa vottunarverkefni til að votta veiðar sem lúta stjórn íslenskra yfirvalda. Um er að ræða markaðstæki sem gefur framleiðendum og seljendum íslenskra sjávarafurða tækifæri til að staðfesta frumkvæði sitt í að mæta kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu fiskistofna á Íslandsmiðum.
 
Ábyrgar fiskveiðar ses (ÁF) rekur vottunarverkefni undir merkjum IRF. Tilgangurinn með vottun undir merkjum IRF er að sýna fram á með gagnsæjum hætti að staðið sé að fisk­veiðum og fiskveiði­stjórn­un á Íslandi á ábyrg­an og viður­kennd­an hátt, í samræmi við kröfur FAO. 
 
Markmiðið er að staðfesta ábyrga stjórnun á veiðum íslenskra skipa innan íslenskrar efnahagslögsögu og úr deilistofnum, standa vörð um alþjóðlega viðurkennd grundvallaratriði í stjórnun fiskveiða, stuðla að samfélagslegri vitund og samkomulagi um mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar og bjóða upp á val þegar kemur að vottun á sjálfbærum veiðum.
 
ÁF eiga tvo faggilta staðla; staðal fyrir ábyrgar fiskveiðveiðar og staðal fyrir vottun á rekjanleika. Faggilti vottunaraðilinn er SAI Global á Írlandi (óháður þriðji aðili), en það eru Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Landssamband smábátaeigenda sem sækja um vottun á fiskveiðum skv. staðli ÁF.
 
Öll fyrirtæki í virðiskeðju íslenskra sjávarafurða býðst að taka þátt í verkefninu, sækja um rekjanleikavottun og fá þá heimild til að nota vottunina og merki hennar við sölu og markaðssetn­ingu afurða úr vottuðum stofni. 
 
Veiðar úr fjórum fiski­stofn­um hafa verið vottaðar, á þorski árið 2010, gullkarfa árið 2014 og ýsu og ufsa árið 2013. Þrír stofnar eru nú í vottunarferli: keila, langa og íslenska sumargotssíldin.
 
Í dag eru 11 íslensk fyrirtæki og 24 vinnslustaðir með rekjanleika­vott­un skv. rekjan­leika­staðli IRF.
IRF á einnig upprunamerki sem hagaðilar geta nýtt í markaðsstarfi. Alls hafa 108 fyrirtæki á Íslandi, í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Kína, Svíþjóð, Portúgal og Bandaríkjunum gert samning um notkun þess.
 
 
Marine Stewardship Council (MSC)
 
Marine Stewardship Council var stofnað árið 1997 og fyrsta vottun undir merkjum þess var veitt árið 2000. Tilgangur MSC var að þróa staðal og vottunarkröfur fyrir sjálfbærar fiskveiðar sem nyti alþjóðlegrar viðurkenningar. Vottun MSC yrði hagnýtt til að auðkenna sjálfbærar fiskveiðar og auka eftirspurn eftir vörum úr slíkum veiðum. 
 
Markmiðið er að vinna með hagsmunaaðilum að því að auðkenna sjávarafurðir úr sjálfbærum veiðum og skapa með því efnahagslegan hvata fyrir aðra að fá sínar veiðar vottaðar sjálfbærar.
 
MSC hefur þróað staðla og vottunarreglur fyrir tvö megin svið; sjálfbærar fiskveiðar og rekjanleika afurða. Lista yfir faggilta vottunaraðila má finna á heimasíðu faggildingarstofunnar ASI.
 
Vottunarstofan Tún annast vottun sjálfbærrar nýtingar fiskistofna og rekjanleika sjávarafurða samkvæmt vottunarreglum MSC. Tún er faggilt af þýsku stofunni ASI GmbH til vottunar fiskveiða og rekjanleika sjávarafurða samkvæmt stöðlum MSC.
 
Iceland Sustainable Fisheries ehf. (ISF) var stofnað árið 2012 af fyrirtækjum í veiðum, framleiðslu og sölu íslenskra sjávarafurða. Markmið ISF er að auðvelda sölu sjávarafurða inn á markaði sem sérstaklega krefjast MSC vottunar.
 
Samkvæmt samþykktum ISF er félagið opið öllum þeim sem óska eftir aðild sem eru í dag alls 53. Hluthafar félagsins hafa einir rétt á því að selja fiskafurðir með tilvísun til þeirrar MSC vottunar sem ISF hefur keypt. Skilyrði þess að vara úr MSC vottuðum veiðum hér við land (á vegum ISF) sé seld á markaði með tilvísun til MSC er að varan hafi á einhverju stigi sölukeðjunnar verið eign einhvers hluthafa í ISF.
Fyrstu stofnarnir sem vottaðir voru samkvæmt MSC staðli hér á landi voru þorskur og ýsa árið 2011. Nú hafa 16 fiskistofnar fengið vottun, tveir eru í vottunarferli og einn í vottunarstöðvun.
 
Í dag eru 168 starfsstöðvar með MSC rekjanleikavottun.  Ísland er meðal fremstu ríkja í MSC vottun fiskveiða hvað varðar magn og umfang.
 
Greiningin
 
Eftir því sem höfundur kemst næst eru IRF og MSC einu sjálf­bærni­staðlarnir sem íslensk sjávar­útvegsfyrirtæki vinna eftir og eru vottuð samkvæmt. Algengt er að þau vinni eftir báðum.
 
Megin ástæðan fyrir MSC vottun hefur verið krafa kaupenda, en helsti drifkraftur IRF vottunar er sérstaða hennar sem íslensk vottun sem vísar jafnframt í upprunann. 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara