Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reka dýragarð heima á hlaði
Fréttir 3. júlí 2015

Reka dýragarð heima á hlaði

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu systurnar Sara Bjarnadóttir, þrettán ára og Linda Bjarnadóttir, sextán ára, að stofna húsdýragarð heima hjá sér á Hraðastöðum í Mosfellsdal fyrir tveimur árum þegar þær vantaði sumarvinnu. Nú taka þær á móti fjöldanum öllum af gestum á hverju sumri og vonast til að húsdýragarðurinn sé kominn til að vera.

„Þetta var eiginlega hugmynd út í loftið sem við fengum árið 2013. Foreldrar okkar höfðu tekið á móti leikskólahópum í rúm 10 ár svo það var allt hér til staðar fyrir okkur. Við höfðum enga sumarvinnu á þessum tíma nema þá hjá Mosfellsbæ og okkur fannst þetta vera betri kostur fyrir okkur. Draumurinn er síðan að mamma og pabbi geti hætt að vinna og að við getum öll verið hér heima að sjá um reksturinn,“ útskýrir Sara en þær systur hafa tekið á móti um 30 hópum það sem af er sumri.

Vonandi framtíðarstarfið

Það er ýmislegt sem þær systur bjóða upp á þegar kemur að sveitaheimsóknunum og fyrir utan leikskóla- og skólahópana koma starfsmannahópar til þeirra og einnig er í boði að halda afmælisveislur á staðnum þannig að fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

„Það er rosalega gott að geta unnið heima hjá sér, mér finnst það mikill kostur og því lá það beinast við þegar okkur vantaði sumarvinnu og við vorum með öll dýrin hér á staðnum að prófa að opna húsdýragarð.  Ég vonast til að þetta geti orðið framtíðarstarfið okkar beggja. Í fyrra breyttist traffíkin mikið hjá okkur því þetta spurðist meira út og við finnum hvað það virkar vel að vera á Facebook,“ segir Linda og aðspurðar um hvað starfsemin gefi þeim helst eru þær systur fljótar til svars: „Það er svo skemmtilegt að upplifa hvað fólk er ánægt og áhugasamt um dýrin og sveitalífið,“ segir Linda og Sara bætir við: „Þetta er alveg æðislegt og það sem mér finnst svo gaman er hvað foreldrar hafa mikinn áhuga á að skoða og sýna börnunum sínum sveitina.“

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.