Skylt efni

Hraðastaðir

Reka dýragarð heima á hlaði
Fréttir 3. júlí 2015

Reka dýragarð heima á hlaði

Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu systurnar Sara Bjarnadóttir, þrettán ára og Linda Bjarnadóttir, sextán ára, að stofna húsdýragarð heima hjá sér á Hraðastöðum í Mosfellsdal fyrir tveimur árum þegar þær vantaði sumarvinnu. Nú taka þær á móti fjöldanum öllum af gestum á hverju sumri og vonast til að húsdýragarðurinn sé kominn til að vera.