Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna
Fréttir 30. desember 2014

Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ef af þessu yrði þá er þetta auðvitað heilmikil framkvæmd, áætlun upp á 5 milljarða, þannig að enginn fer af stað með slíkt nema með vönduðum undirbúningi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en nú stendur til að setja upp vindmyllugarð í Þykkvabænum á vegum fyrirtækisins Biokraft.

„Íbúafundur í Þykkvabænum 8. desember  var auðvitað liður í því. Umræður á fundinum voru m.a. um mögulegt staðarval, umhverfisáhrif, stærð fjárfestingar, nýtingu raforkunnar og áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á svæðinu. Það sem flestum finnst skipta mjög miklu máli er hvort þessi fjárfesting myndi skila íbúum á svæðinu bættum kjörum. En það er auðvitað ljóst að ekkert fer af stað nema íbúar séu þessu almennt fylgjandi og sjái í þessu framfarir.“

Fyrirtækið setti upp tvær myllur í Þykkvabænum í sumar sem hafa gefist mjög vel og framleiða rafmagn inn á landskerfið. Orkuframleiðsla nýju vindmyllanna verður þrjátíu og fimm megawött, eða hundrað og fimmtíu gígavattsundir á ári.

„Vindmyllurnar verða miklu stærri en núverandi myllur, eða allt að áttatíu og fimm metra háar og vænghafið verður um hundrað og tólf metrar. Vegna stærðar verkefnisins þarf það að fara í umhverfismat. Við vonumst til að allar nýju vindmyllurnar verði komnar upp 2017,“ segir Snorri Sturluson, framkvæmdastjóri verkefnisins.

Skylt efni: Vindmyllur

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...