Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna
Fréttir 30. desember 2014

Reisa á tíu nýjar vindmyllur fyrir fimm milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Ef af þessu yrði þá er þetta auðvitað heilmikil framkvæmd, áætlun upp á 5 milljarða, þannig að enginn fer af stað með slíkt nema með vönduðum undirbúningi,“ segir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en nú stendur til að setja upp vindmyllugarð í Þykkvabænum á vegum fyrirtækisins Biokraft.

„Íbúafundur í Þykkvabænum 8. desember  var auðvitað liður í því. Umræður á fundinum voru m.a. um mögulegt staðarval, umhverfisáhrif, stærð fjárfestingar, nýtingu raforkunnar og áhrif á atvinnu- og efnahagslíf á svæðinu. Það sem flestum finnst skipta mjög miklu máli er hvort þessi fjárfesting myndi skila íbúum á svæðinu bættum kjörum. En það er auðvitað ljóst að ekkert fer af stað nema íbúar séu þessu almennt fylgjandi og sjái í þessu framfarir.“

Fyrirtækið setti upp tvær myllur í Þykkvabænum í sumar sem hafa gefist mjög vel og framleiða rafmagn inn á landskerfið. Orkuframleiðsla nýju vindmyllanna verður þrjátíu og fimm megawött, eða hundrað og fimmtíu gígavattsundir á ári.

„Vindmyllurnar verða miklu stærri en núverandi myllur, eða allt að áttatíu og fimm metra háar og vænghafið verður um hundrað og tólf metrar. Vegna stærðar verkefnisins þarf það að fara í umhverfismat. Við vonumst til að allar nýju vindmyllurnar verði komnar upp 2017,“ segir Snorri Sturluson, framkvæmdastjóri verkefnisins.

Skylt efni: Vindmyllur

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...