Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Fréttir 29. október 2015

Reglubundnu búfjáreftirliti í landinu var hætt 2014

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í kjölfar breytinga á lögum um velferð dýra, 55/2013, var reglubundnu búfjáreftirliti í landinu hætt í ársbyrjun 2014. Við breytingarnar á lögunum var eftirfarandi setning felld niður: „Að jafnaði skulu eftirlitsheimsóknir eiga sér stað eigi sjaldnar en annað hvert ár.“

Dr. Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands og núverandi sjálfstætt starfandi ráðgjafi um landbúnaðarmál, segir að hann hafi eindregið lagst gegn þessari breytingu með skriflegum athugasemdum til atvinnuveganefndar Alþingis. Auk þess sem hann vakti athygli á þessu eftirlitsleysi í Dýraverndaranum fyrr á þessu ári.

„Ég hef áratuga reynslu af þessum málum og var yfirmaður forðagæslu í landinu, starfaði í Dýraverndarráði í mörg ár og var forseti Norræna dýravelferðaráðsins. Að mínu mati byggir ákvörðunin um að breyta reglunum um reglubundið búfjáreftirlit á öðrum sjónarmiðum en velferð dýranna og líklega sparnaðarsjónarmiðum.“

Reglur um áhættuflokkun liggja ekki fyrir

„Til ársins 2013 voru allir búfjáreigendur á landinu heimsóttir og aðbúnaður búfénaðarins og fóðrun hans skoðuð. Með breytingunum sem áttu sér stað í ársbyrjun 2014 var allt traust á slíku eftirliti lagt á áhættuflokkun þrátt fyrir að reglur um hana liggi ekki fyrir.

Í dag er það Matvælastofnun sem á að sjá um eftirlitið en lítið er um heimsóknir af þeirra hálfu til búfjáreigenda enda ekki hægt að ætlast til að einungis sex dýraeftirlitsmenn sem eru á þess vegum geti heimsótt þá alla með reglubundnum hætti.“

Að sögn Ólafs voru búfjáreigendur á landinu um 5.800 árið 2010 og búfjáreftirlitsmenn um 50. „Í dag verður ekki betur séð en að heimsóknir Matvælastofnunar komi aðallega til vegna utan að komandi kvartana um aðbúnað dýranna.“

Sparnaður skaðar velferð búfjárins

„Það er löngu ljóst að með því að draga úr kostnaði vegna eftirlitsins er vegið að velferð búfjárins. Í raun er furðulegt að herða lög og reglur um aðbúnað búfjár á sama tíma og dregið er úr eftirliti með því að lögunum sé framfylgt. Bæði hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir og nauðsynleg inngrip sé komið í óefni.

Mín reynsla er sú að á hverju ári komi upp ný mál sem tengjast vanþrifum, sum óvænt og önnur sem tengjast félagslegum aðstæðum. Það segir sig sjálft að sé eftirlitsheimsóknum fækkað eru minni líkur á að vandamálin séu greind á frumstigi.“

Ólafur segir að allir bændur sem hann hafi rætt við um þessi mál sakni eldra kerfis sem sveitarfélögin og Bændasamtök Íslands stóðu að um margra áratuga skeið.

„Kerfið var alls ekki gallalaust, en örugglega skilvirkara en hið nýja. Þá var talnasöfnun um búfjárfjölda og fóðurbirgðir mun nákvæmari í gamla kerfinu, okkur hefði til dæmis aldrei dottið í hug að senda uppgjör til Hagstofu Íslands með ónýtum eða engum hrossatölum. Ég furða mig á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið skuli láta slíkt viðgangast. Það er tilgangslítið að koma með ný lög um dýravelferð og nýjar aðbúnaðarreglugerðir þegar sjálft eftirlitið er á brauðfótum. Þarna er því mikilla úrbóta þörf,“ segir Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur.

Skylt efni: Mast | búfjáreftirlit

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...