Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón.
Mynd / BBL
Fréttir 28. mars 2018

Reglu­gerð um atvinnustarfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundur: smh
Á vefnum Samráðsgátt (samrads­gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi.
 
Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar.
 
Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.
 
Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins.
 
Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi.  
Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu
Fréttir 9. desember 2022

Endurskipulagning og hagræðing í slátrun og kjötvinnslu

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggur til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á b...

Jólaskógarnir opnir á aðventunni
Fréttir 9. desember 2022

Jólaskógarnir opnir á aðventunni

Á aðventunni opna jólaskógar skógræktarfélaganna í landinu fyrir þeim sem vilja ...

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...