Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við Jökulsárlón.
Við Jökulsárlón.
Mynd / BBL
Fréttir 28. mars 2018

Reglu­gerð um atvinnustarfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Höfundur: smh
Á vefnum Samráðsgátt (samrads­gatt.island.is) liggja nú til umsagnar drög að breytingu á reglugerð um starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er atvinnutengd starfsemi innan þjóðgarðsins skilgreind og kveðið á um málsmeðferð, samningsgerð við Vatnajökulsþjóðgarð og eftirlit með slíkri starfsemi.
 
Atvinnutengd starfsemi er þjónusta sem aðrir en þjóðgarðurinn sjálfur bjóða gegn þóknun innan marka þjóðgarðsins. Nýting eignarréttinda innan þjóðgarðsins telst ekki atvinnutengd starfsemi. Samkvæmt drögunum verður atvinnutengd starfsemi óheimil án samnings við Vatnajökulsþjóðgarð um slíka starfsemi. „Stjórn þjóðgarðsins mótar skilyrði fyrir atvinnutengdri starfsemi innan þjóðgarðsins, þar með talið um þá starfsemi sem getur verið heimil innan þjóðgarðsins og þau svæði sem um ræðir. Slík skilyrði eru sett fram eftir atvikum í atvinnustefnu eða stjórnunar- og verndaráætlun,“ segir meðal annars í 31. grein a-liðar.
 
Þá er greinarmunur gerður á milli starfsemi sem nauðsynlegt er að takmarka að umfangi innan þjóðgarðsins og starfsemi sem ekki er nauðsynlegt að takmarka að umfangi.
 
Með reglugerðinni er verið að fylgja eftir breytingum á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem gerðar voru árið 2016. Jafnframt er kveðið á um að í samningum sem gerðir eru við Vatnajökulsþjóðgarð skuli setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, meðal annars vegna verndarmarkmiða þjóðgarðsins.
 
Umsögnum um drögin má skila á Samráðsgátt Stjórnarráðsins til 9. apríl næstkomandi.  
Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...