Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Refilstígur tollverndar
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 11. maí 2023

Refilstígur tollverndar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tollverndarkerfið er alls ekki að sinna því hlutverki sem það hafði fyrir fimmtán árum síðan.

Það segir Daði Már Kristófersson hagfræðingur. „Það skiptir engu máli hvort þú sért formaður Bændasamtakanna eða formaður Félags atvinnurekenda. Menn hljóta að vera sammála um að það sé skrítið að ekki sé tekin umræða um tilganginn með tollverndinni í ljósi þess að við erum passíft að leggja hana niður.“

Verðtollur á innfluttar búvörur frá ESB hefur haldist í sömu krónutölu síðan 2007, en ekki verið uppreiknuð á hverju ári. „Því hefur tollvernd í raun minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Þetta sé mikið áhyggjuefni. Afleiðingarnar birtast m.a. í meiri innflutningi á búvörum með tollum, sem virðast því lítil hindrun fyrir innflutning. Til dæmis var um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. „Ég var að skoða kjúklingakjötið og á síðasta ári hefði 67% magnsins getað verið flutt inn án tolla,“ segir Margrét.

„Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“ segir Daði.

Sjá nánar á bls. 20-21. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: tollvernd

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...