Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Refilstígur tollverndar
Mynd / Odd Stefan
Fréttir 11. maí 2023

Refilstígur tollverndar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tollverndarkerfið er alls ekki að sinna því hlutverki sem það hafði fyrir fimmtán árum síðan.

Það segir Daði Már Kristófersson hagfræðingur. „Það skiptir engu máli hvort þú sért formaður Bændasamtakanna eða formaður Félags atvinnurekenda. Menn hljóta að vera sammála um að það sé skrítið að ekki sé tekin umræða um tilganginn með tollverndinni í ljósi þess að við erum passíft að leggja hana niður.“

Verðtollur á innfluttar búvörur frá ESB hefur haldist í sömu krónutölu síðan 2007, en ekki verið uppreiknuð á hverju ári. „Því hefur tollvernd í raun minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar,“ segir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Þetta sé mikið áhyggjuefni. Afleiðingarnar birtast m.a. í meiri innflutningi á búvörum með tollum, sem virðast því lítil hindrun fyrir innflutning. Til dæmis var um 17% af heildarinnflutningi nautakjöts árið 2022 utan tollkvóta og vísbendingar eru um að innflutningur á nautakjöti sé að aukast gríðarlega árið 2023. „Ég var að skoða kjúklingakjötið og á síðasta ári hefði 67% magnsins getað verið flutt inn án tolla,“ segir Margrét.

„Við erum í raun að leyfa krónunni að taka ákvörðun fyrir okkur um að gera grundvallarbreytingu á íslenska landbúnaðarkerfinu án umræðu. Mér finnst það galið. Það skiptir engu máli hvort þú sért með eða á móti tollvernd. Að leyfa henni bara einhvern veginn að leggja sjálfa sig niður er mjög skrítið,“ segir Daði.

Sjá nánar á bls. 20-21. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: tollvernd

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...