Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grískur almenningur hefur mótmælt því að þurfa að taka á sig óreiðuskuldir bankakerfisins.
Grískur almenningur hefur mótmælt því að þurfa að taka á sig óreiðuskuldir bankakerfisins.
Fréttir 6. mars 2017

Raunverulegur grískur harmleikur sagður í uppsiglingu í sumar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Breska fjármálablaðið Financial Times sagði fyrr í mánuðinum að evrusvæðið (Eurozone) sé enn og aftur komið í vandræði út af Grikklandi. Eftir nokkurra mánaða þögn sé vandi Grikklands nú aftur að komast í kastljósið sem mesta áhyggjumál Evrópusambandsins.
 
Líklega er fjálmálakerfi Grikklands verr á sig komið en hinar fornu rústir í Aþenu. Seðlabanki Evrópu á allt sitt undir að kerfið hrynji ekki vegna mikilla eigna sinna í evruskuldabréfum. Þau eru tilkomin vegna björgunar á bönkum, ekki síst í Grikklandi, Ítalíu og á Spáni og vegna gríðarlegrar seðlainnspýtingar inn í fjármálakerfi Evrópu sem ætlað var að koma hjólum efnahagslífsins í gang. 
 
Sem kunnugt er fór ESB í stórkostleg peningaútlát til að kaupa verðlaus skuldabréf af bönkum í Grikklandi sem útilokað var að Grikkir gætu staðið við að borga. Peningarnir runnu síðan áfram, einkum inn í þýska, franska og ítalska banka, sem voru í bakábyrgð fyrir bréfunum. Grískur almenningur var síðan látinn taka á sig skuldir bankanna með því að ríkissjóður Grikklands var gerður ábyrgur fyrir vandræðum óreiðumanna með útgáfu ríkisskuldabréfa á móti fjárstuðningi ESB. Það þýddi um leið botnlausan niðurskurð á útgjöldum gríska ríkisins með ómældri skerðingu á opinberri þjónustu. Það kallaði á mikla reiði almennings í landinu og ekki hefur mikill straumur flóttamanna frá Tyrklandi lagað þá stöðu. 
 
Til að fegra stöðuna tóku evrópskir bankar gríðarlegt magn af ónýtum grískum skuldabréfum inn í sína efnahagsreikninga þar sem þeim var veifað sem eign. Þetta hefur síðan verið að plaga banka eins og Deutsche Bank og Banca Monte dei Paschi di Siena á Ítalíu, elsta banka heims, enda eru bréfin jafn verðlaus og áður. 
 
Ágreiningur milli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ESB
 
Nú er uppi klofningur milli Alþjóða­gjaldeyrissjóðsins (IMF) og evrusvæðisins vegna þess að fyrri áætlanir sjóðsins um lausn á vanda Grikklands hafa ekki gengið upp. Þá er krafa ESB um að ríkissjóður Grikklands skili 3,5% afgangi strax á næsta ári og viðhaldi slíku ástandi, talin algjörlega óraunhæf.
Alþjóða­gjaldeyrissjóðurinn vill fara hægar í sakirnar og að stjórnvöld í Aþenu skili „aðeins“ 1,5% tekjuafgangi á ríkissjóði til að nota til að greiða niður skuldir, sem flestum hugsandi mönnum finnst líka út í hött að hægt sé að standa við. 
 
Eldfimt mál
 
Málið er talið afar eldfimt vegna komandi kosninga í Þýskalandi, en þýsk stjórnvöld hafa krafist þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi að öllum björgunaraðgerðum í Grikklandi, enda evrusvæðið væntanlega í nægum vandræðum án Grikkja. Átökin nú eru þó ekki bara á milli IMF og stjórnvalda í Berlín, því grísk stjórnvöld eru saltvond yfir svartsýnum spám IMF og kröfum um aukinn niðurskurð í framtíðinni. Þá kemur væntanlega í ljós í kosningunum í Þýskalandi hvort Angel Merkel heldur velli eða hvort þýskir kjósendur séu búnir að fá nóg af peningaaustri ríkisins til að bjarga fjárglæframönnum í bankakerfinu heima og erlendis.  
 
Grikkir skulda 320 milljarða evra
 
Skuldir gríska ríkisins nema nú um 320 milljörðum evra og atvinnuleysið í landinu er um 23%. Áframhaldandi óvissa um endurreisn Grikklands er talin draga úr áhuga fjárfesta á að koma þar inn með fjármagn að nýju. Það gerir síðan allar spár IMF óraunhæfar. Verði ekki leyst úr þessum flækjum mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki koma að þriðja hluta endurreisnarplansins sem fyrirhugað er af ESB. 
 
Peningakassinn tæmist í júlí
 
Sem stendur hefur gríska ríkið ekki nægt lausafé til að halda rekstri ríkisins gangandi nema fram til júníloka. Ef ekki fæst þá frekari aðstoð kemst ríkissjóður landsins í þrot, enda eiga Grikkir þá að standa skil á 7 milljarða evra láni. Peningum sem ríkið á ekki til. Óvissa er um þá aðstoð þar sem samkomulag um leiðir liggur ekki fyrir og virðist vera stál þar sem ESB vill ekki láta af hendi meiri peninga án aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Náist ekki samkomulag komast stærstu bankar Evrópu í enn meiri vandræði en þeir eru þegar í. 
 
Ef ekkert gerist, þá segir Financial Times að við blasi raunverulegur grískur harmleikur.  

Skylt efni: fjármálakreppa

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...