Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Nýja RARIK húsið er við Larsenstræti á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 11. október 2023

RARIK í nýju og glæsilegu húsnæði á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 23. júní í sumar flutti RARIK starfsstöð sína á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4.

Húsið og aðstaðan er öll hin glæsilegasta en nýja aðstaðan felur meðal annars í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þá er þess vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum fyrirtækisins enn betur í framtíðinni. Húsið er um 1.500 fermetrar að stærð en lóðin öll er um 6.000 fermetrar, sem felur í sér stórt athafnasvæði, stóran lager og rúmgott þjónusturými.

Þá er sérstakt aðstöðuhús fyrir kerrur og rafstöðvar, hjólageymsla fyrir reiðhjól starfsmanna, þvottaplan fyrir bíla, búningsklefar fyrir karla og konur og aðgengi fyrir hjólastóla er mjög gott. Um 40 starfsmenn RARIK á Suðurlandi vinna í húsinu en fyrirtækið er líka með um 20 manna starfsstöð á Hvolsvelli.

Skylt efni: Rarik

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...