Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Rannsókna þörf á hampsteypu
Mynd / Kelly Sikkema - Unsplash
Fréttir 24. júlí 2023

Rannsókna þörf á hampsteypu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hampsteypa fellur ekki undir samhæfðan staðal um byggingarvörur sem innleiddar eru af Staðlaráði Íslands.

Nauðsynlegt er að gera frekari rannsóknir og leggja mat á notkunarhæfni hampsteypu við íslenskar aðstæður til að nota hana í auknum mæli. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn Indriða Inga Stefánssonar um hampsteypu á Alþingi.

Hampsteypa er ekki nothæf sem berandi byggingarefni en er í flestum tilvikum notuð sem einangrunarefni eða sem innveggjahleðslur, mest þá sem forsteyptir hleðslusteinar. Mat Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á efniseiginleikum hampsteypu er að hljóðísog sé gott, hún hafi nokkuð lága rúmþyngd og ágæta einangrunarhæfni. Efnið sé mjög gufuopið og rakadrægt, hafi góða varmarýmd og ágæta efniseiginleika til að geyma raka og sleppa honum aftur til baka í umhverfið.

„Rannsóknir hafa sýnt að hampsteypa er viðkvæm fyrir hitabreytingum í þornunarferli, sem hefur áhrif á eiginleika hennar, og þar er kuldi einna helst áhrifaþáttur,“ segir jafnframt í svari innviðaráðherra. Framleiðsla við stýrðar aðstæður er einn besti kosturinn til að hámarka gæði hennar.

Segir í svarinu að telja verði að staðsteypa eða önnur hrávinnsla á verkstað sé vandasöm við íslenskar aðstæður ef tryggja eigi gæði hampsteypunnar.

„Efnið hefur langan útþornunartíma og gæti haft í för með sér lengri framkvæmdatíma. Rannsóknir á hentugri efnisblöndu fyrir íslenskt veðurfar hafa ekki verið gerðar enn sem komið er, svo vitað sé.“

Í Bændablaðinu í apríl sl. kemur fram að byggja eigi tilraunahús með hampsteypu á sumarbústaðalandi í Grímsnesi. HMS fylgist með rannsókninni og fær niðurstöður hennar til rýni og til að meta frekari rannsóknarþörf.

Skylt efni: hampur | hampsteypa

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...