Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Raforka verði niðurgreidd
Mynd / sá
Fréttir 14. október 2024

Raforka verði niðurgreidd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um niðurgreiðslu á raforku til garðyrkjubænda.

Lagt er til að við búvörulög nr. 99/1993 verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða um að þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum allan kostnað við flutning og dreifingu raforku vegna framleiðslu garðyrkjuafurða á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028, að þeim skilyrðum uppfylltum að orkukaupin séu vegna atvinnustarfsemi. Niðurgreidd raforka sé sérmæld og fari einungis til loftræstingar eða lýsingar plantna til að örva vöxt þeirra. Framleiðslan sé ætluð til sölu og að ársnotkun sé meiri en 100 MWst á ári.

Heildarfjárhæð niðurgreiðslna skv. 1. málsl. skuli ekki takmarkast við heildarframlög í samningum sem íslenska ríkið geri við framleiðendur garðyrkjuafurða

Jafnframt skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum helming kostnaðar vegna uppbyggingar á dreifikerfi raforku til garðyrkjubýla, gróðrarstöðva og garðyrkjustöðva á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028.

Ráðherra verði heimilt að fela Matvælastofnun eða öðrum opinberum aðila að annast faglega umsjón með niðurgreiðslu á kostnaði við flutning og dreifingu raforku, enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laga.

Flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Inga Sæland, Flokki fólksins og er þetta í fimmta sinn sem hún er flutt. Bændasamtök Íslands lýstu í umsögn á 153. löggjafarþingi yfir stuðningi við frumvarpið.

Skylt efni: raforka

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...