Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Raforka verði niðurgreidd
Mynd / sá
Fréttir 14. október 2024

Raforka verði niðurgreidd

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um niðurgreiðslu á raforku til garðyrkjubænda.

Lagt er til að við búvörulög nr. 99/1993 verði bætt nýju ákvæði til bráðabirgða um að þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. 58. gr. skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum allan kostnað við flutning og dreifingu raforku vegna framleiðslu garðyrkjuafurða á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028, að þeim skilyrðum uppfylltum að orkukaupin séu vegna atvinnustarfsemi. Niðurgreidd raforka sé sérmæld og fari einungis til loftræstingar eða lýsingar plantna til að örva vöxt þeirra. Framleiðslan sé ætluð til sölu og að ársnotkun sé meiri en 100 MWst á ári.

Heildarfjárhæð niðurgreiðslna skv. 1. málsl. skuli ekki takmarkast við heildarframlög í samningum sem íslenska ríkið geri við framleiðendur garðyrkjuafurða

Jafnframt skuli ríkissjóður niðurgreiða garðyrkjubændum helming kostnaðar vegna uppbyggingar á dreifikerfi raforku til garðyrkjubýla, gróðrarstöðva og garðyrkjustöðva á árunum 2025, 2026, 2027 og 2028.

Ráðherra verði heimilt að fela Matvælastofnun eða öðrum opinberum aðila að annast faglega umsjón með niðurgreiðslu á kostnaði við flutning og dreifingu raforku, enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laga.

Flutningsmaður þingsályktunartillögunnar er Inga Sæland, Flokki fólksins og er þetta í fimmta sinn sem hún er flutt. Bændasamtök Íslands lýstu í umsögn á 153. löggjafarþingi yfir stuðningi við frumvarpið.

Skylt efni: raforka

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...