Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá BÍ.
Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda hjá BÍ.
Fréttir 12. febrúar 2024

Rafn sækist eftir endurkjöri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Allir stjórnarmenn nema einn í búgreinadeild nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Rafn Bergsson er núverandi formaður og bóndi í Hólmahjáleigu. Hann sækist eftir endurkjöri, en hann var kosinn í embættið á síðasta búgreinaþingi sem haldið var í lok febrúar á síðasta ári.

Í núverandi stjórn sitja Bessi Freyr Vésteinsson, Hofsstaðaseli, Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka, Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki og Sigurbjörg Ottesen, Hjarðarfelli. Af þeim er einungis Guðrún Eik sem ekki gefur áfram kost á sér.

Kosið verður til stjórnar í búgreinadeildinni á deildafundi búgreina Bændasamtaka Íslands sem haldnir verða 12. og 13. febrúar.

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...