Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Fréttir 31. október 2017

Rafmagnsbíll nýtist öllum sviðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður festi kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl á liðnu sumri. Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu, tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann keyrði bílinn í Staðarskála þar sem hann bætti við rafhleðsluna og hélt svo áfram á honum norður í Skagafjörð.
 
Heimastöð rafbílsins er við Ráðhúsið á Sauðárkróki.
 
Bíllinn hefur allt að 300 km drægni og mun nýtast starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins. Nú þegar hefur bíllinn nýst starfsfólki allra sviða sveitarfélagsins, þ.e. fjölskyldusviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og veitu- og framkvæmdasviði.
 
Raf- og tengiltvinnbílum fer fjölgandi
 
Samkvæmt heimasíðu Orku náttúrunnar, www.on.is, voru skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi samtals 3.974 þann 1. október sl. og þeim fer sífellt fjölgandi. Í apríl 2014 voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.
 
Kostir rafbíla eru margir. Þeir brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Rafbílar eru ódýrari í rekstri en hefðbundir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti.
Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...