Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Ingvar Gýgjar Sigurðarson tekur við rafbílnum hjá Heklu.
Fréttir 31. október 2017

Rafmagnsbíll nýtist öllum sviðum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður festi kaup á nýjum Volkswagen e-Golf rafmagnsbíl á liðnu sumri. Ingvar Gýgjar Sigurðarson, verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu, tók við bílnum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann keyrði bílinn í Staðarskála þar sem hann bætti við rafhleðsluna og hélt svo áfram á honum norður í Skagafjörð.
 
Heimastöð rafbílsins er við Ráðhúsið á Sauðárkróki.
 
Bíllinn hefur allt að 300 km drægni og mun nýtast starfsfólki sveitarfélagsins sérstaklega vel til að komast á milli staða innan sveitarfélagsins. Nú þegar hefur bíllinn nýst starfsfólki allra sviða sveitarfélagsins, þ.e. fjölskyldusviði, fjármála- og stjórnsýslusviði og veitu- og framkvæmdasviði.
 
Raf- og tengiltvinnbílum fer fjölgandi
 
Samkvæmt heimasíðu Orku náttúrunnar, www.on.is, voru skráðir raf- og tengiltvinnbílar á Íslandi samtals 3.974 þann 1. október sl. og þeim fer sífellt fjölgandi. Í apríl 2014 voru einungis 94 rafbílar og 3 tengiltvinnbílar skráðir á Íslandi.
 
Kostir rafbíla eru margir. Þeir brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið. Rafbílar eru ódýrari í rekstri en hefðbundir bílar sem knúnir eru áfram með jarðefnaeldsneyti.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...