Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ræktað kjöt á hvers manns disk
Fréttir 28. mars 2017

Ræktað kjöt á hvers manns disk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Framförum í ræktun á kjöti úr stofnfrumum hefur fleygt fram undanfarin ár og tæknilega ekkert sem stendur í vegi þess að hægt sé að rækta kjöt í kjötverum á svipaðan hátt og grænmeti í gróðurhúsum.

Rök talsmanna kjötræktunar eru meðal annars að eldi á nautgripum og öðrum gripum til kjötframleiðslu sé sívaxandi umhverfisvandamál og siðferðislega rangt hvað varðar dýravelferð.

Ræktunarkostnaður hefur lækkað

Rannsóknir síðustu ára hafa leitt til þess að kostnaður við eldi á kjöti hefur lækkað tugþúsunda sinnum og í dag er kostnaður við hvert kíló á ræktuðu kjöti einungis þrisvar eða fjórum sinnum dýrara en við hefðbundið búfjáreldi.

Talið er að ef áfram heldur í framförum í ræktun á kjöti eins og undanfarin ár verði ræktað kjöt í boði á disk þeirra sem þess óska á innan við áratug. Í dag er lítið mál að rækta hamborgara en erfiðara hefur reynst að rækta ribeye-steikur og lundir.

Tilraunir með að rækta kjúklingakjöt hafa gengið vel en að svo stöddu er ekki vitað til þess að farið sé að rækta dilkakjöt.

Ræktað kjöt ekki kosher

Auk þess að vísa til vaxandi umhverfisvandamála og dýravelferðar mæra talsmenn ræktunar á kjöti tæknina á þeim forsendum að hún muni útrýma hungursneyð í heiminum.

Samkvæmt kenningum um framleiðslugetu á ræktuðu kjöti á að vera hægt að rækta um 20 billjón kjúklinganagga úr einni stofnfrumu kjúklings á þremur mánuðum.

Kannanir benda til að um helmingur grænmetisæta í dag mundu borða ræktað kjöt sem kæmi úr kjötveri þrátt fyrir að borða ekki kjöt af dýrum úr eldi.

Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt aðferðina eru rabbíar gyðinga sem segja að ræktað kjöt sé ekki kosher og muni aldrei verða það.
 

Skylt efni: Ræktað kjöt

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...