Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / BBL
Fréttir 1. febrúar 2017

Ræddu við nýjan ráðherra um málefni landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Um leið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem nýr landbúnaðarráðherra óskuðu Bændasamtökin eftir fundi með henni. Sá fundur var haldinn á dögunum en það voru þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sem hittu hana að máli. 
 
Að sögn Sindra var fundurinn góður en farið var yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi og bændur vildu ræða við nýjan ráðherra.
 
Hugmyndir um endurskipun í starfshóp um búvörusamninga
 
„Við ræddum meðal annars við ráðherra um stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar og hugmyndir ráðherrans um að endurskipa í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga. Við lögðum áherslu á að þeir sem hafa tilnefnt fulltrúa sína í hópinn héldu þeim,“ segir Sindri. 
 
Í þessari viku setti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, færslu á Facebook þar sem hann spáði því að talsmönnum milliliða yrði bætt í nefndina þar sem þeir geti gætt sinna hagsmuna. Sagði hann jafnframt að búvörusamningar fjölluðu ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. „Talsmenn heildsala eiga a.m.k. ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda,“ sagði Gunnar Bragi.
 
Frystikrafan er mikilvæg
 
Hráakjötsmálið bar á góma á fundi ráðherra með bændum en Bændasamtökin hafa í ræðu og riti lagt þunga áherslu á að ekki sé slakað á frystikröfunni þegar kemur að því að flytja inn erlent kjöt. „Við fórum yfir okkar rök í málinu sem eru sterk. Við viljum ekki leyfa innflutning á hráu kjöti hingað til lands enda leggjum við mikla áherslu á að vernda okkar heilbrigðu búfjárstofna. Þetta er líka lýðheilsumál en við höfum margoft bent á mikla sýklalyfjanotkun í búfjárrækt í þeim löndum sem við eigum mest viðskipti við.“ 
 
Að auki sagði Sindri að rætt hefði verið um samkeppnisstöðu landbúnaðarins og almennt um tollamál og innflutning á matvælum. Að lokum var ráðherra boðið í heimsókn í Bændahöllina sem hún þáði með þökkum. „Við óskuðum nýjum ráðherra að sjálfsögðu til hamingju með embættið og treystum því að samstarf við bændur verði farsælt og heilladrjúgt,“ sagði Sindri Sigurgeirsson.
Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...