Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sindri Sigurgeirsson.
Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / BBL
Fréttir 1. febrúar 2017

Ræddu við nýjan ráðherra um málefni landbúnaðarins

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Um leið og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók við sem nýr landbúnaðarráðherra óskuðu Bændasamtökin eftir fundi með henni. Sá fundur var haldinn á dögunum en það voru þeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri sem hittu hana að máli. 
 
Að sögn Sindra var fundurinn góður en farið var yfir ýmis mál sem eru ofarlega á baugi og bændur vildu ræða við nýjan ráðherra.
 
Hugmyndir um endurskipun í starfshóp um búvörusamninga
 
„Við ræddum meðal annars við ráðherra um stefnuyfirlýsingu nýju ríkisstjórnarinnar og hugmyndir ráðherrans um að endurskipa í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga. Við lögðum áherslu á að þeir sem hafa tilnefnt fulltrúa sína í hópinn héldu þeim,“ segir Sindri. 
 
Í þessari viku setti Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, færslu á Facebook þar sem hann spáði því að talsmönnum milliliða yrði bætt í nefndina þar sem þeir geti gætt sinna hagsmuna. Sagði hann jafnframt að búvörusamningar fjölluðu ekkert um afkomu heildsala né verslunarinnar. „Talsmenn heildsala eiga a.m.k. ekkert erindi í slíka nefnd þar sem þeir eru milliliðir sem auka kostnað neytenda,“ sagði Gunnar Bragi.
 
Frystikrafan er mikilvæg
 
Hráakjötsmálið bar á góma á fundi ráðherra með bændum en Bændasamtökin hafa í ræðu og riti lagt þunga áherslu á að ekki sé slakað á frystikröfunni þegar kemur að því að flytja inn erlent kjöt. „Við fórum yfir okkar rök í málinu sem eru sterk. Við viljum ekki leyfa innflutning á hráu kjöti hingað til lands enda leggjum við mikla áherslu á að vernda okkar heilbrigðu búfjárstofna. Þetta er líka lýðheilsumál en við höfum margoft bent á mikla sýklalyfjanotkun í búfjárrækt í þeim löndum sem við eigum mest viðskipti við.“ 
 
Að auki sagði Sindri að rætt hefði verið um samkeppnisstöðu landbúnaðarins og almennt um tollamál og innflutning á matvælum. Að lokum var ráðherra boðið í heimsókn í Bændahöllina sem hún þáði með þökkum. „Við óskuðum nýjum ráðherra að sjálfsögðu til hamingju með embættið og treystum því að samstarf við bændur verði farsælt og heilladrjúgt,“ sagði Sindri Sigurgeirsson.
Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f