Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið
Atvinnuvegaráðuneytið
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífland myndi sækja um starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga að nýju myndi leyfið vera veitt vegna breyttra laga.

Samkvæmt svörum frá ráðuneytinu eru áðurnefnd lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á þeim var gerð lagabreyting árið 2017 þar sem felldar voru á brott takmarkanir á staðsetningu matvælafyrirtækja með tilvísan til svokallaðs þynningarsvæðis stóriðju.

Lögin eru ekki á forræði atvinnuvegaráðuneytisins, heldur heyra þau undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Sú stofnun sem fer með veitingu starfsleyfis í þessu tilfelli er Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, en þar sem um matvælaframleiðslu er að ræða er ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins kæranleg til atvinnuvegaráðuneytisins.

Lífland nýtti sér ekki kæruréttinn þegar umsókn um starfsleyfi var hafnað í febrúar 2020. Fyrirtækið óskaði eftir endurupptöku málsins hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í ágúst 2023, en niðurstaða þess var sú sama og áður. Í kjölfarið leitaði Lífland til þáverandi matvælaráðuneytis og óskaði eftir undanþágum, en slík heimild var ekki til staðar eins og kom fram í svari til fyrirtækisins í júlí 2024.

Í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að það sé „miður að einu kornmyllu landsins verði lokað en ekki verður séð að það feli í sér ógn við fæðuöryggi landsins líkt og fullyrt hefur verið“. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt: „Það er fyrirtækisins að meta hvernig uppbyggingu innviða þess verður háttað og hefur ráðuneytið ekki heimildir í lögum til að grípa inn í áform, viðskiptaáætlanir eða samninga framleiðenda kornafurða eða skipulagsáætlanir Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar.“

Sjá einnig:

Kornax búið að loka

Ný hveitimylla ólíkleg


Skylt efni: kornax

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...