Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið
Atvinnuvegaráðuneytið
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífland myndi sækja um starfsleyfi fyrir hveitimyllu á Grundartanga að nýju myndi leyfið vera veitt vegna breyttra laga.

Samkvæmt svörum frá ráðuneytinu eru áðurnefnd lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Á þeim var gerð lagabreyting árið 2017 þar sem felldar voru á brott takmarkanir á staðsetningu matvælafyrirtækja með tilvísan til svokallaðs þynningarsvæðis stóriðju.

Lögin eru ekki á forræði atvinnuvegaráðuneytisins, heldur heyra þau undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Sú stofnun sem fer með veitingu starfsleyfis í þessu tilfelli er Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, en þar sem um matvælaframleiðslu er að ræða er ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins kæranleg til atvinnuvegaráðuneytisins.

Lífland nýtti sér ekki kæruréttinn þegar umsókn um starfsleyfi var hafnað í febrúar 2020. Fyrirtækið óskaði eftir endurupptöku málsins hjá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands í ágúst 2023, en niðurstaða þess var sú sama og áður. Í kjölfarið leitaði Lífland til þáverandi matvælaráðuneytis og óskaði eftir undanþágum, en slík heimild var ekki til staðar eins og kom fram í svari til fyrirtækisins í júlí 2024.

Í fréttatilkynningu á vef atvinnuvegaráðuneytisins segir að það sé „miður að einu kornmyllu landsins verði lokað en ekki verður séð að það feli í sér ógn við fæðuöryggi landsins líkt og fullyrt hefur verið“. Í fréttatilkynningunni segir jafnframt: „Það er fyrirtækisins að meta hvernig uppbyggingu innviða þess verður háttað og hefur ráðuneytið ekki heimildir í lögum til að grípa inn í áform, viðskiptaáætlanir eða samninga framleiðenda kornafurða eða skipulagsáætlanir Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar.“

Sjá einnig:

Kornax búið að loka

Ný hveitimylla ólíkleg


Skylt efni: kornax

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f