Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Arnar Þórisson.
Arnar Þórisson.
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem stóðu í vegi fyrir starfsleyfi nýrrar hveitimyllu fyrir tveimur árum hafi verið felldar úr gildi. Því lítur Lífland svo á að forsendur hafi ekki breyst.

Arnar Þórisson, forstjóri Líflands, segir að þrátt fyrir ummæli atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum um að fyrirtækið fengi starfsleyfi fyrir hveitimyllu Kornax á Grundartanga ef það myndi sækja um aftur, sé ekki ljóst við hvað hún eigi. Samkvæmt honum hafa engir opinberir aðilar rætt þessi mál við stjórnendur hjá Líflandi og ekki útlit fyrir að Lífland reisi nýja hveitimyllu.

Á meðan enn þá er óvissa um lagalegan grundvöll starfseminnar á Grundartanga telji fyrirtækið ekki forsvaranlegt að halda áfram undirbúningi. Samkvæmt Arnari tæki minnst tvö til þrjú ár að koma nýrri hveitimyllu í rekstur frá samþykki leyfis, enda flókin uppbygging og fjárfesting fyrir allt að þrjá milljarða króna. Hann segir fyrirtækið hafa haft metnað til að halda rekstri hveitimyllunnar í Sundahöfn áfram, en eins og komið hefur fram eiga Faxaflóahafnir húsnæðið og hefur leigusamningnum verið sagt upp. Áframhaldandi afnot af húsinu hafi verið háð því að hafin væri uppbygging á nýjum stað, en þar sem áætluð hveitimylla á Grundartanga sigldi í strand hafi fyrirtækinu verið tilkynnt fyrir nokkrum misserum að því bæri að víkja sem fyrst.

Arnar bendir á að íslenski markaðurinn með hveiti sé lítill og afar krefjandi sé að framleiða á verði sem stenst samkeppni við stórar myllur erlendis. Það hafi tekist með mikilli útsjónarsemi í gömlu myllunni í Korngörðum. Eftir að áframhaldandi rekstur þar var úr myndinni hafi fyrirtækið ekki séð neinn kost annan en uppbyggingu í nágrenni við þá starfsemi sem Lífland rekur nú þegar á Grundartanga. „Við höfum metnað fyrir innlendri framleiðslu, en það eru takmörk fyrir því hvað einkafyrirtæki getur lagt af mörkum til að tryggja fæðuöryggi. Það er mat okkar að opinber stuðningur, hvort sem um ræðir aðkomu að leyfismálum, fjármögnun eða undirbúningi að lóðum og innviðum, sé forsenda þess að slíkt verkefni verði raunhæft,“ segir Arnar.

Nú er Lífland búið að ráðast í fjárfestingu á búnaði til að halda áfram afhendingu á hveiti sem malað er í Danmörku undir merkjum Kornax. Kostnaðurinn við það hefur verið nokkur og hefur fyrirtækið skrifað undir samninga við dönsku aðilana sem eru bindandi til nokkurra ára. Því má ekki vænta sviplegra breytinga á þeirri atburðarás sem hafin er núna.

Sjá einnig:

Kornax búið að loka

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...