Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ráðherra hafnar víðu samráði
Fréttir 23. janúar 2018

Ráðherra hafnar víðu samráði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Þess í stað verður skipaður nýr samráðshópur þar sem fækkað er um nærri helming í hópnum.

Með því hverfur ráðherra frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilningi margra aðila um búvörusamninga, eins og nauðsynlegt er.

Í ályktun sem stjórn SUB samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2018 segir m.a. að með þessu sé víðtæku samráði hafnað og þess í stað horfið til fortíðar þar sem fáir komi að borðinu. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda skora á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.

Ályktun stjórnar Samtaka ungra bænda sem samþykkt var á fundi 18. janúar 2018:

Ráðherra hafnar víðu samráði
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur með ákvörðun sinni um að skipa upp á nýtt í endurskoðunarnefnd búvörusamninga hafnað því að víðtækt samráð skuli viðhaft við endurskoðunina. Þess í stað á nú að fækka um helming í nefndinni og hverfa aftur til fortíðar þar sem fáir koma að borðinu. Ráðherra hverfur því frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilning margra aðila um búvörusamninga. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda mótmæla þessari stefnubreytingu ráðherra og harma að ekkert samráð skuli hafa verið haft við samtökin áður en ákvörðun var tekin um upplausn hópsins. Skorað er á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.
 

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...