Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðherra hafnar víðu samráði
Fréttir 23. janúar 2018

Ráðherra hafnar víðu samráði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Þess í stað verður skipaður nýr samráðshópur þar sem fækkað er um nærri helming í hópnum.

Með því hverfur ráðherra frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilningi margra aðila um búvörusamninga, eins og nauðsynlegt er.

Í ályktun sem stjórn SUB samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2018 segir m.a. að með þessu sé víðtæku samráði hafnað og þess í stað horfið til fortíðar þar sem fáir komi að borðinu. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda skora á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.

Ályktun stjórnar Samtaka ungra bænda sem samþykkt var á fundi 18. janúar 2018:

Ráðherra hafnar víðu samráði
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur með ákvörðun sinni um að skipa upp á nýtt í endurskoðunarnefnd búvörusamninga hafnað því að víðtækt samráð skuli viðhaft við endurskoðunina. Þess í stað á nú að fækka um helming í nefndinni og hverfa aftur til fortíðar þar sem fáir koma að borðinu. Ráðherra hverfur því frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilning margra aðila um búvörusamninga. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda mótmæla þessari stefnubreytingu ráðherra og harma að ekkert samráð skuli hafa verið haft við samtökin áður en ákvörðun var tekin um upplausn hópsins. Skorað er á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.
 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...