Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ráðherra hafnar víðu samráði
Fréttir 23. janúar 2018

Ráðherra hafnar víðu samráði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök ungra bænda (SUB) gagnrýna harðlega þá ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Þess í stað verður skipaður nýr samráðshópur þar sem fækkað er um nærri helming í hópnum.

Með því hverfur ráðherra frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilningi margra aðila um búvörusamninga, eins og nauðsynlegt er.

Í ályktun sem stjórn SUB samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2018 segir m.a. að með þessu sé víðtæku samráði hafnað og þess í stað horfið til fortíðar þar sem fáir komi að borðinu. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda skora á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.

Ályktun stjórnar Samtaka ungra bænda sem samþykkt var á fundi 18. janúar 2018:

Ráðherra hafnar víðu samráði
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur með ákvörðun sinni um að skipa upp á nýtt í endurskoðunarnefnd búvörusamninga hafnað því að víðtækt samráð skuli viðhaft við endurskoðunina. Þess í stað á nú að fækka um helming í nefndinni og hverfa aftur til fortíðar þar sem fáir koma að borðinu. Ráðherra hverfur því frá þeirri stefnu að ná skuli víðtækri sátt og skilning margra aðila um búvörusamninga. Hvorki er hafður með fulltrúi úr umhverfisráðuneytinu, sem á þó marga snertifleti með landbúnaðinum, né heldur frá ungum bændum sem lengst þurfa að búa eftir þeirri stefnu sem mörkuð er núna.

Samtök ungra bænda mótmæla þessari stefnubreytingu ráðherra og harma að ekkert samráð skuli hafa verið haft við samtökin áður en ákvörðun var tekin um upplausn hópsins. Skorað er á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun og halda stærð hópsins óbreyttri svo hann geti staðið undir nafni sem samráðshópur.
 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...