Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Prófessorar í Skotlandi segja kjötneyslu skipta sköpum við að fæða jarðarbúa
Mynd / Cotswold livestock marketing
Fréttir 27. febrúar 2020

Prófessorar í Skotlandi segja kjötneyslu skipta sköpum við að fæða jarðarbúa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Kjöt skiptir sköpum við að fæða jarðarbúa að mati vísindamanna við háskóla í Skotlandi og hafa þeir bent á að það sé ekki umhverfisvænna að skipta yfir í vegan fæði.
 
Breska blaðið The Telegraph greindi frá þessu fyrir nokkru og vísar þar í sérfræðinga frá Háskólanum í Edinborg og Rural College í Skotlandi. Þeir sögðu að bændur upplifðu í auknum  mæli andúð í sinn garð vegna fullyrðinga af hálfu þeirra sem kalla sig umhverfissinna og halda því fram að „kjöt sé af hinu illa“.
 
Hávær og áhrifamikill minnihlutahópur
 
Athyglisvert er hversu hávær og áhrifamikil þessi neikvæða umræða virðist vera gagnvart kjötneyslu og í garð bænda. Sérstaklega ef litið er til þess að veganistar í Bretlandi eru einungis taldir vera örlítið brot af þjóðinni, eða 0,9% af um 64 milljónum íbúa, samkvæmt tölum Statista.
 
Sérfræðingar ræddu þessa hluti í pallborði í miðri London undir lok síðasta árs og sögðu að kjöt væri mikilvægt fyrir líkamlega og andlega heilsu barna, sérstaklega í þróunarlöndunum. Sögðu þeir að með því að hætta búfjárrækt væri ekki verið að bæta landnotkunina.
 
Prófessor Geoff Simm, forstöðu­maður Global Academy Agriculture and Food Security í Edinborgarháskóla, sagði: 
 
„Ég held að (búfjárbændum) finnist að verið sé að taka þá af lífi. Oft eru sett fram þau rök að með því að fólk sneri sér að vegan fæðu myndi draga úr landnotkun.  Líkanarannsóknirnar sem gerðar hafa verið sýna að það er ekki raunin.
 
Okkur finnst þó að búfjár­fram­leiðsla hafi bæði margvíslega efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega kosti og galla. Þar hafa gallarnir ef til vill fengið meiri athygli að undanförnu en margir af kostunum sem þessu fylgir.
 
Kjöt hefur gríðarlega samfélags­legan ávinning. Það er mikilvæg uppspretta próteina í mataræði, orku, mjög aðgengilegum örefnum, jafnvel lítið magn af dýraelduðum mat hefur mjög mikilvæg áhrif á þroska barna, í þróunarlöndunum á vitsmuna- og líkamlega þroska þeirra og þau eru mjög mikilvæg,“ sagði Geoff Simm.
 
Ef allir færu í vegan myndi það hafa hrikaleg áhrif
 
„Það er alveg óþarfi að fara í vegan. Ef allir færu í vegan myndi það hafa hrikaleg áhrif fyrir umhverfið í Bretlandi. Dýr ræktuð til matar stuðla líka að því að auka líffræðilegan fjölbreytileika,“ sagði Mike Coffey, prófessor við Rural College í Skotlandi (SRUC). Hann er sérfræðingur í dýraeldi og erfðafræði dýra. Sérgrein hans er ræktun mjólkurkúa. 
 
„Vísindamenn eru um þessar mundir að reyna að rækta umhverfis­vænni nautgripi, sem vaxa hraðar og éta minna. Hugsunin er að draga enn frekar úr kolefnisfótspori landbúnaðarins með því að draga úr magni metans sem myndast í meltingarvegi nautgripa.
 
Þetta gæti einnig leitt til þess að kaupendur geti á næstu árum séð það á merkimiða matarins hver umhverfisáhrifin eru af framleiðslunni.“ 
 
Mikill munur á einstökum dýrum hvað þau losa af metangasi
 
Coffey sagði að munurinn á losun metans frá bestu og verstu naut­gripum væri um 30 prósent og að ef allir bændur í Bretlandi notuðu hagkvæmustu dýrin gæti það dregið úr kolefnislosun um nærri þriðjung.
Hann sagði að á næsta árum muni bændur geta valið naut til ræktunar sem gefi af sér mjólkurkýr sem neyti minna fóðurs fyrir hverja mjólkureiningu sem þær gefa af sér. 
 
Í næsta áfanga yrði reynt að mæla metanlosun frá mismunandi nautgripakynjum til að finna út hvaða stofnar hafa minnsta losun. 
 
Ræktun hagkvæmari gripa
 
„Á næsta ári geta bændur valið naut sem gefa dætur sem neyta minna fóðurs fyrir það magn af mjólk sem þau framleiða. Spurningin er svo hvert þetta muni leiða okkur og hvort við munum í raun geta mælt metanlosun frá heilu dýrahjörðunum,“ sagði Goffey.
 
Hann sagði að kaupendur geti fljótlega séð það á merkingum á kjöti hve mikil umhverfisáhrif framleiðsla þess hefur haft.
 
„Mín von er sú að á einhverjum tímapunkti í náinni framtíð verði til vöru­merkingar sem sýna hag­kvæmni og kolefnisáhrif af fæðuframleiðslunni.“
 
Þörf á frekari rannsóknum á áhrifum veganisma
 
Prófessor Andrea Wilson, sem er doktor í heimspeki við Edinborgar­háskóla, sagði að gera þyrfti frekari rannsóknir á áhrifum veganisma.
 
„Við vitum mikið um búfjár­geirann vegna þess að það hefur verið rannsakað. Við vitum hins vegar mjög lítið um vegangeirann. Hættan er sú að við dæmum út frá einu atriði og hoppum of hratt yfir í aðrar lausnir,“ sagði Andrea Wilson.

Um 0,9 prósenta Breta eru vegan

  • Um 600.000 íbúa í Bretlandi eru veganistar af um 64 milljónum íbúa, eða um 0,9%
  • Um helmingi fleiri konur eru hlynntar veganfæði en karlar.
  • Um 42% veganista eru á aldrinum 15 til 34 ára en aðeins 14% úr aldurshópi yfir 65 ára.
  • Um 88% allra veganista búa í þéttbýli, en 12% utan þéttbýlis
Heimild: Statista.com og The Telegraph

 

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...