Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Plöntum trjám á degi jarðar  Markmið er einn milljarður trjáa
Fréttir 20. apríl 2015

Plöntum trjám á degi jarðar Markmið er einn milljarður trjáa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina fjölæra plöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að ná sé íu ndirbúningi nokkuð sem gæti orðið að stærsta grasrótarviðburði í sögunni. Fólk um allan heim er hvatt til að gróðursetja tré þennan dag eða sá fræi og sömuleiðis að taka málstað trjánna og tala fyrir þeim. Hugsunin er sú að við greiðum jörðinni til baka fyrir það sem við höfum þegið af henni.

Fyrirmynd þessarar hugmyndafræði er fengin úr menningu indíána Ameríku. Þar er ævaforn trú og siður að þegar mennirnir taka eitthvað af jörðinni verði þeir að gefa henni eitthvað í staðinn. Á degi jarðar 2015 verður haldinn alþjóðlegur viðburður þar sem greitt verður upp í skuld við jörðina fyrir það sem hún hefur gefið okkur mönnunum.

Markmiðið er að gróðursettur verði eða sáð fyrir að minnsta kosti einum milljarði trjáplantna. Fólk er beðið að setja niður eða sá fyrir plöntu sem þrífst við þau veðurskilyrði sem eru á hverjum stað. Um leið er fólk beðið að hlúa að plöntunni meðan hún er að vaxa upp líkt og við gerum við börnin okkar þegar þau eru að vaxa upp. Hugsum um trén þangað til þau geta séð um sig sjálf.

Að viðburðinum standa samtökin Forest Nation og á vefsíðu samtakanna getur fólk skráð sig til leiks, nafnlaust eða undir nafni, og hvar það hyggist setja niður trjáplöntur eða fræ á miðvikudag. Hirðingjar jarðarinnar, Earth Guardians, hafa gert myndband í samvinnu við tónlistarmanninn A-natural þar sem sungið er um tré. Earth Guardians eru samtök ungmenna sem vilja berjast fyrir verndun jarðarinnar, vatns, lofts og loftslags, til að tryggja heilbrigða, réttláta og sjálfbæra framtíð á jörðinni.
 

Skylt efni: Skógrækt

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...