Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Plöntum trjám á degi jarðar  Markmið er einn milljarður trjáa
Fréttir 20. apríl 2015

Plöntum trjám á degi jarðar Markmið er einn milljarður trjáa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina fjölæra plöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að ná sé íu ndirbúningi nokkuð sem gæti orðið að stærsta grasrótarviðburði í sögunni. Fólk um allan heim er hvatt til að gróðursetja tré þennan dag eða sá fræi og sömuleiðis að taka málstað trjánna og tala fyrir þeim. Hugsunin er sú að við greiðum jörðinni til baka fyrir það sem við höfum þegið af henni.

Fyrirmynd þessarar hugmyndafræði er fengin úr menningu indíána Ameríku. Þar er ævaforn trú og siður að þegar mennirnir taka eitthvað af jörðinni verði þeir að gefa henni eitthvað í staðinn. Á degi jarðar 2015 verður haldinn alþjóðlegur viðburður þar sem greitt verður upp í skuld við jörðina fyrir það sem hún hefur gefið okkur mönnunum.

Markmiðið er að gróðursettur verði eða sáð fyrir að minnsta kosti einum milljarði trjáplantna. Fólk er beðið að setja niður eða sá fyrir plöntu sem þrífst við þau veðurskilyrði sem eru á hverjum stað. Um leið er fólk beðið að hlúa að plöntunni meðan hún er að vaxa upp líkt og við gerum við börnin okkar þegar þau eru að vaxa upp. Hugsum um trén þangað til þau geta séð um sig sjálf.

Að viðburðinum standa samtökin Forest Nation og á vefsíðu samtakanna getur fólk skráð sig til leiks, nafnlaust eða undir nafni, og hvar það hyggist setja niður trjáplöntur eða fræ á miðvikudag. Hirðingjar jarðarinnar, Earth Guardians, hafa gert myndband í samvinnu við tónlistarmanninn A-natural þar sem sungið er um tré. Earth Guardians eru samtök ungmenna sem vilja berjast fyrir verndun jarðarinnar, vatns, lofts og loftslags, til að tryggja heilbrigða, réttláta og sjálfbæra framtíð á jörðinni.
 

Skylt efni: Skógrækt

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...

Fjölbreytt verkefni
Fréttir 27. febrúar 2024

Fjölbreytt verkefni

Margþættar umræður sköpuðust á deildarfundi hrossabænda. Stofnverndarsjóður, hro...

Hugað að nýrri afurðastöð
Fréttir 27. febrúar 2024

Hugað að nýrri afurðastöð

Sláturfélag Suðurlands (SS) undirbýr nú uppbyggingu á nýrri afurðastöð fyrirtæki...

Ákall um meiri stuðning
Fréttir 27. febrúar 2024

Ákall um meiri stuðning

Deildarfundur geitfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar. ...

Óberon besta nautið
Fréttir 26. febrúar 2024

Óberon besta nautið

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið ...