Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Plöntum trjám á degi jarðar  Markmið er einn milljarður trjáa
Fréttir 20. apríl 2015

Plöntum trjám á degi jarðar Markmið er einn milljarður trjáa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina fjölæra plöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?

Á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að ná sé íu ndirbúningi nokkuð sem gæti orðið að stærsta grasrótarviðburði í sögunni. Fólk um allan heim er hvatt til að gróðursetja tré þennan dag eða sá fræi og sömuleiðis að taka málstað trjánna og tala fyrir þeim. Hugsunin er sú að við greiðum jörðinni til baka fyrir það sem við höfum þegið af henni.

Fyrirmynd þessarar hugmyndafræði er fengin úr menningu indíána Ameríku. Þar er ævaforn trú og siður að þegar mennirnir taka eitthvað af jörðinni verði þeir að gefa henni eitthvað í staðinn. Á degi jarðar 2015 verður haldinn alþjóðlegur viðburður þar sem greitt verður upp í skuld við jörðina fyrir það sem hún hefur gefið okkur mönnunum.

Markmiðið er að gróðursettur verði eða sáð fyrir að minnsta kosti einum milljarði trjáplantna. Fólk er beðið að setja niður eða sá fyrir plöntu sem þrífst við þau veðurskilyrði sem eru á hverjum stað. Um leið er fólk beðið að hlúa að plöntunni meðan hún er að vaxa upp líkt og við gerum við börnin okkar þegar þau eru að vaxa upp. Hugsum um trén þangað til þau geta séð um sig sjálf.

Að viðburðinum standa samtökin Forest Nation og á vefsíðu samtakanna getur fólk skráð sig til leiks, nafnlaust eða undir nafni, og hvar það hyggist setja niður trjáplöntur eða fræ á miðvikudag. Hirðingjar jarðarinnar, Earth Guardians, hafa gert myndband í samvinnu við tónlistarmanninn A-natural þar sem sungið er um tré. Earth Guardians eru samtök ungmenna sem vilja berjast fyrir verndun jarðarinnar, vatns, lofts og loftslags, til að tryggja heilbrigða, réttláta og sjálfbæra framtíð á jörðinni.
 

Skylt efni: Skógrækt

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...