Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Plöntugufubað í berjarækt
Mynd / NRK
Fréttir 1. október 2021

Plöntugufubað í berjarækt

Höfundur: nrk-ehg

Frumkvöðullinn og bóndinn Simen Myhrene í Noregi hefur gert samning við einn af stærstu berjaframleiðendum í heimi, Driscolls, með uppgötvun sinni á plöntugufubaði.

Gufubaðið er notað til að streyma vatnsgufu á berjaplöntur áður en þeim er plantað í jörð og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.

Berjaframleiðandinn Driscolls í Bandaríkjunum kveikti á uppgötvuninni og hefur nú gert milljónasamning við frumkvöðulinn. Driscolls framleiðir ber fyrir um 450 milljarða króna árlega. Áður hefur fyrirtækið meðhöndlað plöntur með heitu vatni til að koma í veg fyrir sjúkdóma en með þeirri aðferð er hætta á að dreifa bakteríum. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með hindberjaplöntur sem hafa gefið góða raun.

Upp úr 1980 fékk faðir Simen, Ole Myhrene, þessa hugmynd að nota vatnsgufu til að koma í veg fyrir sveppi og sjúkdóma.

Hann notaði aðferðina fyrst á potta sem plönturnar voru settar í og sá fljótt að það virkaði vel. Þaðan kom hugmyndin að nota þetta á berjaplöntur í ræktun á sveitabænum. Þau vantaði þó samstarfsaðila og náðu samvinnu við rannsóknarteymi í Ås í Noregi, síðar kom háskóli í Flórída einnig inn í myndina.

Nú eru feðgarnir hæstánægðir með að uppgötvun þeirra og tækni komi fleirum til góða til að ná enn betri berjauppskeru en áður.

Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni. Mynd / NRK

Skylt efni: Jarðarber | berjaræktun

Kjötskortur, hvað?
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöt...

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum
Fréttir 24. mars 2023

Vilja framtíðarsýn frá stjórnvöldum

Aðalfundur deildar svínabænda Bændasamtaka Íslands var haldinn í Saltvík 16. mar...

Um 5% fækkun sauðfjár
Fréttir 24. mars 2023

Um 5% fækkun sauðfjár

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr matvælaráðuneytinu hefur orðið um fimm prósen...

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir ...

Áburðarframleiðsla á döfinni
Fréttir 23. mars 2023

Áburðarframleiðsla á döfinni

Á Búnaðarþingi mun Þorvaldur Arnarsson, verkefnastjóri hjá Landeldi hf., kynna v...

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra
Fréttir 23. mars 2023

Bændur ræddu brýn málefni við ráðherra

Matvælaráðherra fundaði með eyfirskum bændum síðastliðið sunnudagskvöld í mötune...

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta...

Ekki féhirðir annarra
Fréttir 23. mars 2023

Ekki féhirðir annarra

Þórarinn Skúlason og Guðfinna Guðnadóttir, bændur á Steindórsstöðum, eru á meðal...