Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Plöntugufubað í berjarækt
Mynd / NRK
Fréttir 1. október 2021

Plöntugufubað í berjarækt

Höfundur: nrk-ehg

Frumkvöðullinn og bóndinn Simen Myhrene í Noregi hefur gert samning við einn af stærstu berjaframleiðendum í heimi, Driscolls, með uppgötvun sinni á plöntugufubaði.

Gufubaðið er notað til að streyma vatnsgufu á berjaplöntur áður en þeim er plantað í jörð og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.

Berjaframleiðandinn Driscolls í Bandaríkjunum kveikti á uppgötvuninni og hefur nú gert milljónasamning við frumkvöðulinn. Driscolls framleiðir ber fyrir um 450 milljarða króna árlega. Áður hefur fyrirtækið meðhöndlað plöntur með heitu vatni til að koma í veg fyrir sjúkdóma en með þeirri aðferð er hætta á að dreifa bakteríum. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með hindberjaplöntur sem hafa gefið góða raun.

Upp úr 1980 fékk faðir Simen, Ole Myhrene, þessa hugmynd að nota vatnsgufu til að koma í veg fyrir sveppi og sjúkdóma.

Hann notaði aðferðina fyrst á potta sem plönturnar voru settar í og sá fljótt að það virkaði vel. Þaðan kom hugmyndin að nota þetta á berjaplöntur í ræktun á sveitabænum. Þau vantaði þó samstarfsaðila og náðu samvinnu við rannsóknarteymi í Ås í Noregi, síðar kom háskóli í Flórída einnig inn í myndina.

Nú eru feðgarnir hæstánægðir með að uppgötvun þeirra og tækni komi fleirum til góða til að ná enn betri berjauppskeru en áður.

Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni. Mynd / NRK

Skylt efni: Jarðarber | berjaræktun

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...