Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Plöntugufubað í berjarækt
Mynd / NRK
Fréttir 1. október 2021

Plöntugufubað í berjarækt

Höfundur: nrk-ehg

Frumkvöðullinn og bóndinn Simen Myhrene í Noregi hefur gert samning við einn af stærstu berjaframleiðendum í heimi, Driscolls, með uppgötvun sinni á plöntugufubaði.

Gufubaðið er notað til að streyma vatnsgufu á berjaplöntur áður en þeim er plantað í jörð og þannig koma í veg fyrir sjúkdóma sem geta eyðilagt stóran hluta uppskerunnar.

Berjaframleiðandinn Driscolls í Bandaríkjunum kveikti á uppgötvuninni og hefur nú gert milljónasamning við frumkvöðulinn. Driscolls framleiðir ber fyrir um 450 milljarða króna árlega. Áður hefur fyrirtækið meðhöndlað plöntur með heitu vatni til að koma í veg fyrir sjúkdóma en með þeirri aðferð er hætta á að dreifa bakteríum. Nú þegar hafa verið gerðar tilraunir með hindberjaplöntur sem hafa gefið góða raun.

Upp úr 1980 fékk faðir Simen, Ole Myhrene, þessa hugmynd að nota vatnsgufu til að koma í veg fyrir sveppi og sjúkdóma.

Hann notaði aðferðina fyrst á potta sem plönturnar voru settar í og sá fljótt að það virkaði vel. Þaðan kom hugmyndin að nota þetta á berjaplöntur í ræktun á sveitabænum. Þau vantaði þó samstarfsaðila og náðu samvinnu við rannsóknarteymi í Ås í Noregi, síðar kom háskóli í Flórída einnig inn í myndina.

Nú eru feðgarnir hæstánægðir með að uppgötvun þeirra og tækni komi fleirum til góða til að ná enn betri berjauppskeru en áður.

Simen Myrhrene, frumkvöðull og bóndi, fær nóg að gera í framtíðinni. Mynd / NRK

Skylt efni: Jarðarber | berjaræktun

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...