Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Plastagnir berast í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni sem notað er til vökvunar.
Fréttir 18. júní 2018

Plastagnir í jarðvegi hátt til fjalla í Sviss

Höfundur: Vilmundur Hansen

Komið hefur í ljós að míkró­plastagnir er að finna í jarðvegi frá láglendi hátt til fjalla í Sviss. Talið er að ástandið kunni að vera verra í öðrum löndum Evrópu og varað er við áhrifum þess á fæðuöryggi manna og dýra.

Í fyrstu stóru rannsókninni á míkróplastögnum í jarðvegi sýnir að mikið magn af þeim er að finna í jarðvegi í Sviss og finnast agnirnar á afskekktum stöðum hátt til fjalla. Í 29 sýnum sem tekin voru í landinu fundust plastagnir í 90% sýnanna.

Plastagnir, eða míkróplastagnir, eru skilgreindar sem plastefni sem eru minni en fimm millimetrar að stærð.

Plastagnir í jarðvegi drepa ánamaðka og önnur jarðvegsdýr.

Plast berst með vindi

Endurvinnsla á plasti í Sviss er nánast 100% og sú mesta í heimi. Magnið af plastögnum sem fannst í svissneska jarðveginum kom því á óvart og talið að það hafi borist í jarðveginn með vindi frá öðrum löndum.

Magn plastagna í jarðvegi þar sem endurvinnsla plasts er minni gæti því verið enn meira. Plastagnir og mengun af þeirra völdum hefur verið talsvert í umræðunni og aðallega plastmengun í hafi. Plastmengun er ekki einungis bundin við höfin því plastagnir finnast einnig í drykkjarvatni, bjór, hunangi, salti og fleiri matvörum víða um heim.

Plast í ræktunarlandi

Rannsóknir sýna að gríðarlegt magn af plastögnum er að finna í jarðvegi, bæði í náttúrunni, ræktunarjarðvegi og meira að segja garðaúrgangi.

Talið er að milli 20 og 30% af efni sem nýtt er í landfyllingar í heiminum í dag sé plast.

Sýnt hefur verið fram á að plastagnir berast meðal annars í ræktunarjarðveg með endurunnu vatni frá mannabústöðum sem notað er til vökvunar. Plastagnirnar eru svo smáar að þær hreinsast ekki burt við síun vatnsins áður en það er notað á akra, hvort sem um er að ræða ræktun með eða án tilbúinna efna, og berist þannig hæglega í fæðukeðju manna og dýra. Áhrif plastmengunar í jarðvegi eru margs konar og meðal annars hefur komið í ljós að smáar plastagnir geta hæglega drepið ánamaðka og önnur jarðvegsdýr sem éta þær.

Skylt efni: plast | mengun | Jarðvegur

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...