Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir eru sauðfjárbændur í Birkihlíð og reka eigin kjötvinnslu.
Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir eru sauðfjárbændur í Birkihlíð og reka eigin kjötvinnslu.
Mynd / HKr.
Fréttir 2. júlí 2020

Ótakmarkaður fjöldi bænda getur tekið þátt

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu þann 18. júní samkomulag um að tilraunaverkefni um heimaslátrun hefjist næsta haust. Markmiðið er að leita leiða til að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar, þannig að verklagið sé í samræmi við reglur um heilbrigði og dýravelferð.

Verkefninu er því ætlað að auka möguleika sauðfjárbænda á bættri afkomu og sterkari tengingu beint við neytendur.

Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi í Birkihlíð, er í undirbúningshópi verkefnisins. Hún segir að rétt um 40 bú hafi sótt um þátttöku í verkefninu, þó ekki hafi formlega verið auglýst eftir þátttakendum. „Það besta er að allir komast að sem vilja. Það eru engin fjöldatakmörk, við og ráðuneytið viljum að sem flestir verði með. Eins þarf fólk ekki að vera með neina sérstaka aðstöðu, bara gera þetta eins og það hefur gert. 

Það er verið að vinna í því að útbúa auglýsingu, við höfum aðeins sagt frá þessu á Facebook-síðum og fólk er líka duglegt að hringja og spyrjast fyrir um þetta,“ segir Ragnheiður Lára.
Aðkoma dýralækna

„Bændurnir og aðstoðarfólk, ef eitthvað slíkt er til staðar, mun sjá um slátrunina sjálfa en dýralæknar koma í lífskoðun og síðan í skoðun eftir slátrun. Það er verið að skoða möguleika á að þar sem ekki fást dýralæknar geti verið mögulegt að nota fjarfundabúnað, sem er mjög spennandi kostur og myndi spara mikinn akstur og tíma. 

Í verkefninu er lagt upp með að það muni helst ekki leggjast neinn kostnaður á bændurna við að taka þátt í þessu verkefni. Við viljum að sem flestir taki þátt til að fá sem breiðasta grunn og ekki skiptir máli hvernig aðstæður eru,“ segir Ragnheiður Lára.

Útbúin gæðahandbók

Samkvæmt upplýsingum úr atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytinu er fyrirhugað að bændur sjái sjálfir um heimaslátrunina en opinbert eftirlit verði í höndum dýralækna á vegum Matvælastofnunar. Ekki liggur endanlega fyrir nákvæmlega hvaða gæðaþáttum verður fylgst með en meðal annars verður sýrustig í vöðva skoðað strax eftir slátrun – og næstu klukkustundir þar eftir – auk þess sem tekin verða örverusýni. Þá verður útbúin gæðahandbók þar sem nauðsynlegar upplýsingar úr slátrun verða skráðar af þátttakendum.

Ekki verður heimilt að selja kjötafurðirnar sem koma út úr verkefninu. Áætlað er að niðurstöður verkefnisins liggi fyrir í árslok 2020, en það er ráðuneytið sem fer með stjórn verkefnisins og tekur saman niðurstöður.

Opnast gífurleg tækifæri

Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, fagnar því að þetta verkefni sé að fara í gang. „Öll undirbúningsvinna hefur verið unnin af bændum í aðgerðarhóp verkefnisins. Án þeirra frumkvæðis væri þetta verkefni ekki orðið til. Aðkoma ráðuneytisins sýnir glöggan vilja stjórnvalda til þess að gera þetta mögulegt.  Landssamtök sauðfjárbænda hvetja alla sauðfjárbændur til þátttöku í verkefninu. Með því að færa stærri hluta virðiskeðjunnar til bænda opnast gífurleg tækifæri til nýsköpunar, vöruþróunar og bættrar afkomu bænda,“ segir hún.

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...