Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ósjálfráð skrift
Skoðun 27. apríl 2015

Ósjálfráð skrift

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vinsældir Bændablaðsins hafa vaxið talsvert síðustu mánuði og síður blaðsins fleiri en á svipuðum árstíma undanfarin ár og við blaðamennirnir því stundum þurft að spýta í lófana. Persónulega hef ég komið mér upp nýjum ritstíl við slíkar aðstæður og kallast ósjálfráð skrift.

Skrift að þessu tagi er vel þekkt og svissneski andamiðillinn Helen Smith  varð fræg fyrir störf sín um aldamótin 1900 þegar rithöfundurinn Victor Hugo fór að tala í gegnum hana. Í einni leiðslunni greip hún penna og fór að skrifa af miklum krafti en þegar æðið rann af henni mundi hún ekkert eftir atvikinu. Helen skrifaði meðal annars greinargóða lýsingu á lífi framliðinna sem höfðu aðsetur á plánetunni Mars og um tíma ritaði hún á tungumáli þeirra.

Andaskrift eða ósjálfráð skrift vakti mikla athygli meðal spíritista á nítjándu öld og fyrirbærið barst fljótlega til Íslands.

Í bókinni Er líf eftir dauðann? er ósjálfráðri skrift lýst á eftirfarandi hátt: „Maður situr þægilega, heldur á penna og hefur blað fyrir framan sig. Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir fer höndin að hreyfast sjálfkrafa. Fyrst kemur ólæsilegt krot, síðan orð og ljósar meiningar, þótt skrifarinn horfi ekki á blaðið og hugsi um allt annað. Þegar síðan er farið að lesa úr því sem skrifast hefur og til þess þarf þolinmæði, því allt er skrifað í einni striklotu, engin greinarmerki. Stundum koma í ljós orðsendingar, ýmist frá látnum ættingjum eða öðrum öndum, þekktum eða óþekktum. Þær flytja huggun og gefa ráð, stundum gamansamt mál, stundum alvarlegar áminningar. Mál og stíll getur verið allsendis ólíkt skrifaranum og fyrir koma orð úr tungumálum, sem hann kann ekkert í. Sá, sem tjáir sig og stýrir hendi skrifarans býr stundum yfir þekkingu á bókmenntum og listum langt fram yfir það, sem á valdi skrifarans er.“

Ævar R. Kvaran rithöfundur sagði í grein sem nefnist Ósjálfráð skrift að þessi lýsing sé nokkuð rétt en hún geri ráð fyrir því að menn setjist niður í þeim tilgangi að skrifa. „En í flestum tilfellum gerist þetta án nokkurs fyrirfram tilgangs skrifarans, t.d. maður heldur á penna og ætlar að fara að skrifa bréf eða eitthvað annað, en finnur þá að hann missir stjórn á hendi sinni og hún tekur að skrifa allt annað en hann ætlaði sér. Oft skrifar höndin líka með miklu meiri hraða en skrifaranum er eiginlegt eða fært ella.“

Mörg dæmi eru um menn sem hafa misst stjórn á pennanum og skrifað alls kyns sögur og lýsingar sem enginn hefur getað útskýrt. Þegar Guðmundur Jónsson frá Bakka í Arnarfirði, sem síðar varð frægur sem Guðmundur Kamban, var seytján ára gamall tók penni hans á rás og skrifaði sjálfstætt. Sagan segir að Guðmundur hafi ekki haft hugmynd um það sem hann var að skrifa fyrr en aðrir lásu það, jafnvel þótt hann muldraði fyrir munni sér það sem á blaðið fór jafnóðum og hann skrifaði það.

Eftir því sem ég verð lagnari við þessa iðju sannfærist ég æ meir um að ég er ekki eini blaðamaðurinn sem hefur gripið til þessa ráðs í gegnum tíðina og ósjálfráð skrift algengari í blöðum en lesendur gera sér grein fyrir. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...