Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Mynd / Henry&co
Fréttir 15. ágúst 2022

Örplast í matvælum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið voru birtar niðurstöður frumrannsóknar þar sem kannað var hvort plast fyndist í búpeningi í Hollandi.

Við rannsóknarvinnuna fannst örplast í sýnum sem voru tekin úr kjöti, blóði og mjólk. Einnig voru tekin sýni úr gróffóðri og kjarnfóðri sem innihéldu örplast. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Frjálsa háskólann í Amsterdam.

Fram að þessu hafði ekki verið kannað hvort örplast sé að finna í áðurgreindum landbúnaðarvörum, því er þetta fyrsta rannsóknin sem sýnir þessar niðurstöður.

Vísindamennirnir beindu ekki sjónum sínum að því með hvaða leið örplastið ratar í þau sýni sem voru tekin eða hvort það hefði einhver skaðleg áhrif, heldur var markmiðið það eitt að athuga hvort það væri til staðar.

Rannsóknaraðilarnir taka fram að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu sviði, en þessar fyrstu niðurstöður veki ákveðinn ugg. 

Skylt efni: utan úr heimi

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...