Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Mynd / Henry&co
Fréttir 15. ágúst 2022

Örplast í matvælum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið voru birtar niðurstöður frumrannsóknar þar sem kannað var hvort plast fyndist í búpeningi í Hollandi.

Við rannsóknarvinnuna fannst örplast í sýnum sem voru tekin úr kjöti, blóði og mjólk. Einnig voru tekin sýni úr gróffóðri og kjarnfóðri sem innihéldu örplast. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Frjálsa háskólann í Amsterdam.

Fram að þessu hafði ekki verið kannað hvort örplast sé að finna í áðurgreindum landbúnaðarvörum, því er þetta fyrsta rannsóknin sem sýnir þessar niðurstöður.

Vísindamennirnir beindu ekki sjónum sínum að því með hvaða leið örplastið ratar í þau sýni sem voru tekin eða hvort það hefði einhver skaðleg áhrif, heldur var markmiðið það eitt að athuga hvort það væri til staðar.

Rannsóknaraðilarnir taka fram að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu sviði, en þessar fyrstu niðurstöður veki ákveðinn ugg. 

Skylt efni: utan úr heimi

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...