Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Mynd / Henry&co
Fréttir 15. ágúst 2022

Örplast í matvælum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið voru birtar niðurstöður frumrannsóknar þar sem kannað var hvort plast fyndist í búpeningi í Hollandi.

Við rannsóknarvinnuna fannst örplast í sýnum sem voru tekin úr kjöti, blóði og mjólk. Einnig voru tekin sýni úr gróffóðri og kjarnfóðri sem innihéldu örplast. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Frjálsa háskólann í Amsterdam.

Fram að þessu hafði ekki verið kannað hvort örplast sé að finna í áðurgreindum landbúnaðarvörum, því er þetta fyrsta rannsóknin sem sýnir þessar niðurstöður.

Vísindamennirnir beindu ekki sjónum sínum að því með hvaða leið örplastið ratar í þau sýni sem voru tekin eða hvort það hefði einhver skaðleg áhrif, heldur var markmiðið það eitt að athuga hvort það væri til staðar.

Rannsóknaraðilarnir taka fram að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu sviði, en þessar fyrstu niðurstöður veki ákveðinn ugg. 

Skylt efni: utan úr heimi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f