Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ingólfur Friðriksson, úr utanríkisráðuneytinu, ræddi um ytri vídd fæðu­öryggis á málþinginu.
Ingólfur Friðriksson, úr utanríkisráðuneytinu, ræddi um ytri vídd fæðu­öryggis á málþinginu.
Mynd / smh
Fréttir 24. október 2022

Orkuskipti sem möguleiki okkar til aðfangaöryggis

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Ingólfur Friðriksson, frá utan­ríkisráðuneytinu, ræddi um það í sínu erindi á málþinginu Græn framtíð hvaða möguleika Íslendingar hefðu sjálfir til að bæta aðfangaöryggi sitt – sem væri eitt af lykilatriðunum í átt að fæðuöryggi.

Hann bendir á að með orku­skiptum, frá jarðefnaeldsneyti yfir í vistvænt eldsneyti, megi taka stórt skref í þá átt. Einungis eitt til tvö prósent af núverandi innlendri raforkuframleiðslu þyrfti til að standa straum af allri áburðarnotkun í landinu.

Hann sagði að mikil vinna hefði farið í það á undanförnum árum að safna upplýsingum um fæðuöryggismál á Íslandi. Fyrst í gegnum vinnu við mótun matvælastefnu fyrir Ísland til 2030 og svo við gerð fæðuöryggisskýrslu sem skilað var til atvinnuvega­ og nýsköpunarráðuneytisins í febrúar á síðasta ári – auk þess sem skýrsla var gefin út nýlega um birgðahald.

Sigurður Ingi Friðleifsson, frá Orkustofnun, fjallaði eins og Ingólfur um orku­ og fæðuöryggi.
Ytri og innri ógnir

Hann benti á að bæði væru ytri ógnir og innri sem ógnuðu íslensku fæðuöryggi, náttúruhamfarir, efnahagsáföll, stríð og þess háttar áhrifavaldar. Innri ógnirnar fælust einnig í innlendri matvælaframleiðslu og nefndi Ingólfur í því sambandi fjóra áherslupunkta úr fæðuöryggisskýrslunni, fjórar forsendur þess að fæðuöryggi geti hér verið tryggt. Að auðlindir til framleiðslunnar séu til staðar, einnig þekking og tæki til framleiðslu, auk þess sem aðgengi að aðföngum sé tryggt og birgðir nægar af nauðsynlegum fæðutegundum.

Sagði hann að ljóst væri að þarna birtist nokkuð sterk undirliggjandi innflutningsþörf, til að styðja við þessar fjórar forsendur. Birgðir væru ónógar á Íslandi af ýmsum aðföngum – sem væri ein af helstu áskorunum innlendrar framleiðslu. Nefndi hann sérstaklega eldsneyti á skip og vélar, áburð og fóður til fiskeldis og landbúnaðar. Aðrir mikilvægir þættir væru baggaplast, vélar og tæki. Innfluttir aðfangaliðir ættu það sumir hverjir sameiginlegt að vera upprunnir úr jarðefnaeldsneyti.

Vék Ingólfur því næst tali að þeim úrræðum sem Íslendingar hafa í hendi sér til að lagfæra þessa stöðu. Sérstaklega tiltók hann orkuskipti sem möguleika okkar til betra aðfangaöryggis. Í stað jarðefnaeldsneytis verði skipt yfir í vistvænt eldsneyti – vetni, ammoníak, rafeldsneyti og rafmagn – að í stað innflutts tilbúins áburðar gætu að einhverju leyti komið grænir orkugjafar til framleiðslu á ammoníaki auk þess sem hægt væri að nota græna orku til ræktunar.

Eitt til tvö prósent raforkunnar dugi til áburðarframleiðslunnar

Ingólfur telur að einungis þurfi eitt til tvö prósent af núverandi innlendri raforkuframleiðslu til að standa undir allri áburðarframleiðslu sem þörf sé fyrir á Íslandi – og að jafnvel gætu skapast tækifæri til útflutnings á áburði. Slíkur útflutningur gæti orðið Íslendingum mjög mikilvægur liður í átt að fæðuöryggi þar sem styrkari stoðum væri með því skotið undir okkar eigin framleiðsluþætti.

Tækifæri væru einnig í nýsköpun við framleiðslu á fóðri og plasti, dæmi væru um það nú þegar í fiskeldi og spurning hvort hægt væri að nýta sér þau fordæmi að einhverju leyti við þróun á fóðri fyrir landbúnaðinn.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...