Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sunna Skeggjadóttir, umsjónarmaður rannsóknarverkefnis, sem staðsett er á Hvanneyri, var í þann mund að undirbúa uppskeru á tilraunareitum á Hvanneyri þegar útsendara Bændablaðsins bar að garði.
Sunna Skeggjadóttir, umsjónarmaður rannsóknarverkefnis, sem staðsett er á Hvanneyri, var í þann mund að undirbúa uppskeru á tilraunareitum á Hvanneyri þegar útsendara Bændablaðsins bar að garði.
Mynd / ghp
Fréttir 14. september 2021

Orkujurtir til olíuræktunar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Verið er að þróa bætta rækt­unar­tækni á olíujurtum en jákvæðar frumniðurstöður rannsóknar Landbúnaðarháskóla Íslands gefa tilefni til aukinnar framleiðslu matarolíu hér á landi.

Starfsmenn Jarðræktarmið­stöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands hafa í sumar rannsakað áhrif mismunandi sáðskammta í sam­spili við breytilega áburðarskammta að hausti á lifun og uppskeru á vor- og vetraryrkjum repju og nepju, bændum til hagnýtingar.
„Frumniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áburðar­magn að hausti hafi mest áhrif á vetrarafbrigði nepju, en sáðmagnið á sumarafbrigði,“ segir Sunna Skeggjadóttir, umsjónarmaður rannsóknarverk­efnis sem ber heitið „Orkujurt – bætt tækni til olíuræktunar“ og er styrkt af Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Ólíkir styrkleikar repju og nepju

Olíujurtirnar nepja og repja eru af krossblómaætt. Repja er af sama stofni og gulrófa á meðan nepja er af sama stofni og næpa, en af báðum tegundum eru til vetrar- og sumarafbrigði. Helsti munur afbrigðanna er sá að vetrarafbrigðinu þarf að sá að hausti. Það þarf á kuldatímabili að halda til að blómgast og þroska fræ og fara því ekki í kynvöxt fyrr en að vetri liðnum. Sumaryrkjum er hins vegar sáð að vori og fara beint í kynvöxt.

Tilraunaþreskivél Jarðræktarmiðstöðvarinnar mun koma að góðum notum við úrvinnslu tilraunarinnar.
Tilraunaþreskivél Jarðræktarmiðstöðvarinnar mun koma að góðum notum við úrvinnslu tilraunarinnar.

Mest er ræktað af voryrkjum repju erlendis en hún er í grunninn fljótþroskaðri en vetrarafbrigði og sem slíkt öruggara í ræktun þar sem veðrátta er stöðug og góð. Hún er hins vegar viðkvæmari fyrir veðrabrigðum.

Nepja er harðgerari og þarf styttri vaxtartíma. Hún er upprunnin í Póllandi og er ræktuð í köldum norðlægum löndum. Betra vetrarþol nepjunnar og sú staðreynd að hún byrjar vöxt snemma vors gefur von um mikla uppskeru vetrarafbrigða en að sögn Sunnu þarf að finna út hvernig bæta má lifun hennar yfir vetrarmánuðina.

Fjölbreyttir notkunarmöguleikar

Helstu nytjar plöntunnar er matarolía sem hægt er að vinna úr fræinu.


„Olían inniheldur góðar fitusýrur og hefur fleiri góða heilsufarslega kosti. Hún þolir meiri hita en sólblómaolía. Einnig gefur hún hrat sem aukaafurð, sem er bæði prótein- og orkuríkt og getur verið nýtt í skepnur s.s. kýr og svín. Þar með getur hratið komið í staðinn fyrir innfluttan próteingjafa. Einnig fæst hálmur af stráum sem nýta má í undirburð,“ segir Sunna og bætir við að búfé þyki hratið mjög lystugt. Þá er óupptalinn möguleiki á nýtingu olíunnar sem eldsneyti.

Ef vel tekst til með ræktun repju og nepju á Íslandi gæti landinn eygt von um töluverða matarolíuframleiðslu hér á landi sem myndi leiða til minni innflutnings jurtaolía.

„Efla þarf rannsóknir til þess að komast að því hvort hægt sé að rækta plöntuna um allt land. Niðurstöður rannsókna hérlendis gefa til kynna að hægt sé að rækta nepju í öllum jarðvegsgerðum en það sem skiptir máli í ræktun plöntunnar er jafnvægi á áburði og sáðskammti,“ segir Sunna.

Feiknamikið af fræi fæst úr hverri plöntu en innihald fræs er um 46% olía og 21% prótein.
Feiknamikið af fræi fæst úr hverri plöntu en innihald fræs er um 46% olía og 21% prótein.

Mögulega hægt að fá 720 kg af olíu úr hverjum ræktuðum hektara

Repja hefur verið í ræktun um nokkurt skeið á nokkrum búum og samkvæmt skýrslu um Fæðuöryggi á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári, er áætluð meðalársframleiðsla um 1,2 tonn af olíufræi á hektara af vorafbrigðum. Tölur fyrir vetrarafbrigði liggja ekki fyrir né gögn um hve mikið af olíu er hægt að vinna úr fræjunum.


Sunna áætlar að í góðu ári hafi bændur hérlendis fengið 2 tonn af þurrefni á hektara en fyrri tilraunir sýndu uppskerumöguleika upp á ríflega 4 tonn þurrefnis á hektara af fræjum af vetrarafbrigðum. „Talað er um að fræ innihaldi um 46% olíu og 21% prótein. Út frá því mætti reikna gróflegt að magn olíu yrði um 450 kg á hektara fyrir vornepju en 720 kg á hektara fyrir vetrarafbrigði.“

Víðtækasta ræktunin í Kanada

Repja er ein af stærstu uppsprettum jurtaolíu í heiminum. Áætlanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerir ráð fyrir 74 milljón tonna framleiðslu árið 2020. Í Kanada fer fram víðtækasta ræktun og framleiðsla repjuolíu í heiminum. Sumir gætu þekkt repjuolíu sem Canola olíu, en heitið vísar til algengasta ræktunaryrkis plöntunnar, Canola, sem þróað var við plöntuvísindadeild Manitoba háskóla í Kanada á sjöunda áratug síðustu aldar.

Séð yfir tilraunareiti vetrarafbrigða.
Séð yfir tilraunareiti vetrarafbrigða.Caption

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...