Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Örfá atriði um nautgripa­rækt í Hollandi
Á faglegum nótum 9. janúar 2017

Örfá atriði um nautgripa­rækt í Hollandi

Höfundur: Jón Viðar Jónmundsson
Nokkur skemmtileg atriði koma fram um nautgriparækt í Holllandi í grein eftir tvo danska landbúnaðarstúdenta sem þangað fóru í námsferð.
 
Það sem vakti mesta athygli þeirra í ræktunarstarfinu var ofur­áhersla þeirra á endingu kúnna. Þrátt fyrir að meðalendingartími holllensku kúnna sé verulega lengri en gerist í Danmörku þá leggja Holllendingarnir megináherslu á að geta aukið endingu kúnna enn umtalsvert. Ein meginástæða þessa er sú að í holllenskum landbúnaði hefur verið lagður á fosfórskattur. Í sambandi við það skiptir verulegu máli að geta dregið úr umfangi á uppeldi gripa sökum þess hve fosfórþörfin er mikil í uppvexti ungviðis. Önnur auðskilin rök þeirra voru að benda á að það eru fullorðnu kýrnar sem skapa tekjurnar, kvígurnar eru aðeins útgjaldaliður á meðan þær eru í uppeldi. Einnig leggja þeir áherslu á að hagkvæmara væri að gefa fullorðnu kúnni  eitt eða tvö auka tækifæri til að festa fang en farga henni og taka inn kvígu í staðinn fyrir fullorðnu kúna.
 
Ræktunarmarkmiðin hjá kúabændum í Holllandi eru skýr. Hagkvæmar kýr með tilliti til fóðurnotkunar og endingar (æviframleiðsla). Kýrnar eiga að vera hraustar og vandamálalausar. Þau nefna að þeir reikna fjöldann allan af undireinkunnum fyrir einstaka eiginleika líkt og gert er hér. Í sambandi við viðhald kúastofnsins hafi fátt gefist betur heldur en listar í skýrsluhaldinu þar sem fyrir hvert bú er listaðar undireinkunnar allra kúa sem tilheyra besta fjórðungi kúnna á búinu og á móti tilsvarandi fyrir lakasta fjórðunginn. Þannig sjái hvert bú á svipstundu hvaða eiginleikar skipti mestu máli á viðkomandi búi og hverjir hafa lítil eða engin áhrif og má því horfa framhjá í valinu.  
 
Fyrir tæpum tveim áratugum var hér á landi mikil umræða um mögulegan innflutning á nýju mjólkurkúakyni. Eitt af vopnum þeirra sem börðust gegn innflutningi þá var ákveðin sérstaða í gerð vissra mjólkurpróteina sem hafði komið fram í nýlegum rannsóknum á vegum Norræna genbankans á þeim tíma. Eitthvað reyndi ég að malda í móinn um að þetta væru fremur haldlítil rök vegna þess að kallaði markaður eftir slíkum breytingum mundu þær gerast í kúakynjum út um heim vegna þess að hér væri aðeins um einfaldar erfðir að ræða. Þetta hefur þegar gerst að einhverju marki á svæðum á Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Bretlandi. Núna í mjólkurverðskreppunni sjá Holllendingar þetta sem eitt af mögulegum markaðssóknarfærum. Umræðan er ekki alveg á sömu nótum og hér var. Í ljós er komið að fólk með laktósaóþol þolir mjólk með víkjandi arfgerð af beta kaseini. Til viðbótar halda ýmsir fram að slík mjólk sé að ýmsu öðru leyti hollari. Þarna sjá Hollendingarnir sóknarfæri á markaði og stefna að því að breyta kúnum á þennan veg á tveim kynslóðum að mestu.
 
Hvað hafa stríðsmenn íslensku kýrinnar gert síðustu tvo áratugi. Ég held setið með hendur í vösum. Þessar arfgerðir hafa ekki síðan þá mér vitanlega verið greindar hér á landi. Ég held að ekki þyrfti meira en að tveir eða þrír af bestu nautsfeðrunum á þessu tímabili hafi óvart verið með óheppilega arfgerð til að mælast mundi að íslenska kýrin mögulega stæði orðið mjög illa í slíkum samanburði væri hann gerður nú.
Ég verð að játa að það hvarflar að mér að raunverulegur áhugi hafi ekki verið mjög sterkur í málflutningi allra forðum daga.
 
Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...