Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Öndunarfærasýking í hundum
Fréttir 11. janúar 2022

Öndunarfærasýking í hundum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur nýlega fengið tilkynningar um að á höfuðborgarsvæðinu hafi undanfarið verið, óvanalega mikið um hóstandi hunda og lítur út fyrir að um sýkingu sé að ræða sem berst auðveldlega og hratt milli hunda.

Matvælastofnun hefur í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum sett af stað rannsóknarverkefni til að reyna að finna út úr því hvað gæti verið að valda þessum hósta. Hundarnir virðast vera á öllum aldri og ýmist bólusettir eða óbólusettir. Sumir hafa verið á hundahótelum eða vinsælum hundasvæðum, aðrir ekki. Flestir verða ekki mikið veikir og ná sér á nokkrum dögum.

Smitandi öndunarfærasýking er þekkt hjá hundum og kallast oft í daglegu tali hótelhósti – kennel cough á ensku. Hótelhósti er í raun lýsing á sjúkdómseinkennum í efri öndunarvegi, og margvísleg smitefni geta legið að baki, bæði veirur og bakteríur sem þá valda einkennum frá efri öndunarvegi svo sem hósta, og útferð úr nefi og augum, en í sumum tilfellum einnig slappleika og lystarleysi. Einkennunum getur svipað til þess að aðskotahlutur, t.d. flís eða strá hafi fests í hálsi hundsins.

Öndunarfærasýkingar eru oft bráðsmitandi af því að smit getur borist með loftögnum við hósta og hnerra. Þarf því ekki beina snertingu, en auðvitað getur smit líka verið í munnvatni og útferð úr nefi og augum.

Flestir hundar fara í gegnum veikindin á nokkrum dögum, án þess að verða alvarlega veikir. En einstaka hundar geta orðið veikari, og þá hefur oft orðið meiri sýking af öðrum bakteríum sem hafa „notað tækifærið“ þegar mótefnakerfi hundsins var ekki upp á sitt besta. Getur hundurinn þá fengið einkenni lungnabólgu svo sem hækkaðan hita og erfiðleika við öndun. Hundum með einkenni, jafnvel þó lítil séu, ætti að forða frá mikilli áreynslu og hlaupum.

Ef hundar verða mjög slappir eða fá hækkaðan hita, sem þýðir yfir 39,2°C (eðilegur líkamshiti hunda er 38-39°C) þá er rétt að leita til dýralæknis með hundinn til skoðunar og til að meta alvarleika. Einhverjir hundar geta þurft stuðningsmeðhöndlun. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að hringja á undan sér og geyma hundinn úti í bíl á meðan tilkynnt er um komu í móttöku til að forðast að smita önnur dýr inni á dýralæknastofunni.

Mjög margir hundar hér á landi eru bólusettir. Grunnbóluefnið inniheldur vörn gegn alvarlegum sjúkdómum eins og hundafári og lifrarbólgu, en einnig smáveirusótt og algengustu veirunum sem valda hótelhósta. Til að bóluefnið gegn hótelhósta virki þarf að bólusetja árlega, en hinir þættirnir virka lengur. Dýralæknar greina frá því að jafnt bólusettir sem óbólusettir hundar virðast smitast af þessari sýkingu sem er núna í gangi. Vert er að hafa í huga að það eru til aðrar veirur og bakteríur sem einnig geta valdið smitandi öndunarfærasjúkdómi (hótelhósta), sem er ekki varist með þeim grunnbóluefnum sem eru í notkun.

Þess vegna hefur Matvælastofnun í samvinnu við Tilraunastöð Háskólans að Keldum sett af stað rannsóknarverkefni til að reyna að finna út úr því hvað gæti verið að valda þessum hósta. Nú þegar hafa nokkrir dýralæknar sent sýni til að kanna hvort um gæti verið að ræða veiruna sem veldur Covid-19, en það hefur allt verið neikvætt. En það verða tekin stroksýni úr hálsi og útferð úr nefi, til almennar sýklaræktunar, ásamt blóðsýni til að reyna að finna út úr hvað valdi. Það verður skoðað t.d. hvort um geti verið að ræða þekktar bakteríur svo sem Bordetella bronchiseptica eða Streptococcus zooepidemicus som olli hósta og veikindum hjá hrossum hér á landi fyrir nokkrum árum.

Haustið 2017 fór um landið eins og eldur í sinu, smitandi öndunarfærasýking þar sem hnerri var ríkjandi einkenni, en ekki hósti eins og algengast er. Sú pest lagðist bæði á hunda og ketti, en ekki tókst að finna smitefnið þrátt fyrir margar sýnatökur og leit að veirum eða bakteríum sem þekkt er að valdi öndunarfæraeinkennum. 

Til að minnka líkur á smiti í fríska hunda er rétt að gæta smitvarna, sérstaklega forðast nálægð við hunda með einkenni og síður að vera með hunda þar sem margir aðrir hundar koma saman, eins og t.d. á vinsælum hundaviðrunarsvæðum

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...