Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bráðið úr.
Bráðið úr.
Mynd / Salvador Dali, 1954.
Skoðun 14. ágúst 2018

Öndum inn, öndum út

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Í fréttum er það helst að sauðfjárbændur stíma í samningaviðræður við ríkisvaldið um endurskoðun á sínum búvörusamningi. Mikil umræða hefur verið um starfskjör sauðfjárbænda síðustu ár og staðan virðist síst fara batnandi. Nú er enn eitt haustið að nálgast þegar reiptog bænda og sláturhúsa hefst um skilaverð. Fátt virðist benda til mikils afkomubata hjá þeim fyrrnefndu á næstu mánuðum. Afurðastöðvarnar kveinka sér og ný skýrsla ráðgjafarfyrirtækisins KPMG sýnir að afkoma þeirra er síst vænlegri. Nýlegar fregnir af verðhækkunum á matvörumarkaði koma ekki alveg á óvart. Það er einhver undirliggjandi ólga og þrátt fyrir góðærið virðast blikur á lofti. Hundruð kjarasamninga á vinnumarkaði losna í vetur og margir hópar telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði. Risavaxnar launahækkanir sem Kjararáð hefur skammtað „sínu fólki“ síðustu misseri eru ekki gleymdar. Það er eðlilegt að launafólk vísi í þær í þeirri baráttu sem fram undan er.
 
Hugmyndir endurskoðunarnefndar búvörusamninga eru athyglisverðar og verða vonandi ræddar í þaula við samningaborðið. Báðir aðilar bera mikla ábyrgð og það eru sameiginlegir hagsmunir að leita lausna hratt og vel. Það gengur ekki að teygja lopann líkt og gerðist í fyrra þegar bændur voru komnir í göngur, ríkisstjórnin sprakk og allt fór í hnút. En róttækar hugmyndir verður að ræða og það þarf kjark til að breyta hlutunum.
 
En hvað geta neytendur gert til að leggjast á árarnar með bændum? Þeir hafa sýnt að þeim er ekki sama um örlög stéttarinnar. Nýleg umfjöllun og áhugi á fyrirkomulagi viðskipta með bújarðir sýnir að fólk vill áfram reka landbúnað á Íslandi. Kaupum íslenskar búvörur og ýtum þannig undir matvælaframleiðslu í landinu. Hugsum um kolefnisfótsporið, litla lyfjanotkun, dýravelferð og atvinnu fólks þegar við kaupum í matinn. Biðjum kokkana í mötuneytinu að velja íslenskt og spyrjum þjónana á veitingastöðunum hvaðan steikin kemur eða hráefnið í hamborgarann er fengið. Eru stórmarkaðirnir að standa sig í að merkja hvaðan allt grænmetið er ættað og eru íslenskar vörur aðgengilegar í búðunum? Neytendur geta haft mikil áhrif ef þeir vilja.
 
Fram undan er starf samningahópa bænda og ríkisvaldsins við samningaborðið. Leyfum þeim að vinna sína vinnu. Látum ekki hælbíta og aftursætisbílstjóra, sem telja sig allt vita og geta betur, afvegaleiða umræðuna. Það hefur enginn ennþá bent á töfralausnina enda er hún ekki til. Í tímabundnum erfiðleikum er nauðsynlegt að hafa sýn og finna lausnir út úr vandanum. Í sauðfjárræktinni hafa bændur borið gæfu til þess á síðustu árum að móta stefnu og ræða nýjar hugmyndir. Að mörgu leyti hafa erfiðleikarnir þjappað mönnum saman og dæmi eru um nýjar leiðir sem hafa þegar skilað árangri. Þar má nefna aukna vöruþróun, meiri rekjanleika, nýja veitingastaði sem bjóða eingöngu upp á lambakjöt og fleiri veitingamenn sem hafa ákveðið að halda uppi merkjum íslenska lambakjötsins. Sú vinna sem markaðsstofan Icelandic Lamb hefur ráðist í er metnaðarfull og í fyrsta sinn er unnið með eitt vörumerki og mörkuð langtímastefna í markaðsmálum. Nokkur árangur hefur nú þegar náðst í að auka sölu á lambakjöti til ferðamanna, úrval hefur aukist og vöruþróun er á blússandi siglingu. Útflutningur á vissa markaði gengur vel en betur má ef duga skal. Þegar til lengri tíma er litið er útlitið ekki svo dökkt. Í heimi þar sem stöðugt þarf meiri mat og þurrkar og óáran herja á gamalgróin landbúnaðarsvæði verður sífellt verðmætara að eiga heilbrigða búfjárstofna, nægt land og bændur sem kunna til verka. Eins og við eigum hér á Íslandi. 
 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...