Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.
Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 19. janúar 2024

Ólögmæt vörslusvipting

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vörslusvipting Matvælastofnunar á búfé Guðmundu Tyrfingsdóttur í Lækjartúni í Ásahreppi var úrskurðuð ólögmæt í matvælaráðuneytinu fyrir jól.

Forstjóri Matvælastofnunar vill að tiltækur verði viðbragðslisti sem hægt verði að grípa til þegar setja þarf bústjóra yfir býli.

Matvælastofnun vörslusvipti og fargaði í byrjun síðasta árs tíu nautgripum, 47 fjár, 45 hænum og sex hrossum, sem voru í eigu Guðmundu. Matvælastofnun hafði metið og tilkynnt um á fundi þann 4. janúar að ekki væru fyrir hendi aðilar sem gætu tryggt velferð dýra hennar, í fjarveru hennar frá bústörfum. Í úrskurðinum segir að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sé ekki hægt að staðfesta að svo hafi verið, auk þess sem brotið hafi verið á andmælarétti hennar.

Engin þörf á svo skjótum og varanlegum aðgerðum

Í niðurstöðum úrskurðarins segir auk þess að ekki hafi verið nauðsynlegt að grípa til svo skjótra og varanlegra aðgerða án þess að gefa Guðmundu færi á að koma á framfæri athugasemdum við málsmeðferðina. Í gögnum hafi ekki verið að finna staðfestingu þess að búfé á bænum hafi orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar.

Þá kemur fram að við úrlausn málsins hafi ráðuneytið óskað eftir nánari upplýsingum um þann þátt málsins sem sneri að leitinni að umsjónarmanni eða aðila til að sinna búrekstrinum. Í umsögn Matvælastofnunar um málið hafi verið vísað til símtala við ýmsa aðila sem ekki hafi verið tilbúnir til að gangast við ábyrgð á dýrunum.

„Ekki verður séð að þau símtöl hafi verið skráð og þau eru ekki hluti af gögnum málsins,“ segir í úrskurðinum. Slíkt væri ekki í samræmi við ákvæði upplýsingalaga þar sem fram komi að við meðferð mála þar sem taka á ákvörðun um rétt og skyldu manna ber stjórnvöldum að skrá upplýsingar um málsatvik sem veittar eru munnlega. Ekki hafi því verið hægt að staðfesta hvort í reynd hafi verið fullreynt að fá umsjónarmann til að taka við búinu, enda upplýsingar ekki tiltækar um hvernig staðið var að þeim þætti.

Samstarf um viðbragðslista

Í umfjöllun Matvælastofnunar á vef sínum, eftir úrskurð ráðuneytisins, kemur fram að Matvælastofnun hafi ákveðið að leita til hagsmunasamtaka, Bændasamtakanna og dýravelferðarsamtaka, til að setja saman viðbragðslista yfir aðila sem geta tekið að sér búvörslu ef upp koma neyðartilvik og umráðamanni tekst ekki að tilnefna umsjónarmann með búrekstri. Með slíku samstarfi megi betur tryggja lögbundna umhirðu og aðbúnað dýra í landinu.

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að sá lærdómur sé dreginn af málinu að ekki sé hægt að treysta á persónulegt tengslanet starfsmanna stofnunarinnar í aðstæðum sem þessum.

„Þar sem við viljum setja bústjóra yfir býli, þurfa að vera formlegir ferlar til staðar. Þessi hugmynd að viðbragðslista er meðal annars nefnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar um úttekt á eftirliti með dýravelferð og hugmyndin hefur verið rædd í óformlegum samskiptum við þessa aðila sem hafa verið nefndir. Við höfum nú þegar fundað einu sinni milli jóla og nýárs með Bændasamtökunum, þar sem við tókum þetta upp og aðilar sammála um að fylgja þessu máli eftir.

Við höfum ekki náð að ræða formlega við önnur samtök eins og dýraverndunarsamtök en það er á dagskrá. Hingað til í óformlegu samtali þá hafa undirtektirnar verið mjög góðar og ég tel að þetta verði framfaraskref fyrir stofnunina og dýravelferð í landinu,“ segir Hrönn.

Skylt efni: Matvælastofnun

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...