Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Fréttir 27. ágúst 2019

Öll gögn kúabóndans í farsímanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á síðasta ári stofnuðu sam­vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. 
 
Strax á þessu ári koma ný „öpp“ eða smáforrit á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. 
 
Öll gögn á einum stað
 
Öll gögn bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. 
 
Flæði upplýsinga
 
Nýjasta afurðin frá Mimiro er Eana Ku sem er tilboð fyrir norska kúabændur þar sem farsíminn er í fararbroddi. Í smáforritinu skiptast á upplýsingar frá fyrirtækjastjórnun mjólkursamlagsins Tine og Kukontrollen sem er kerfi fyrir kúabóndann til að halda utan um sínar upplýsingar. Með þessu móti hefur kúabóndinn allar upplýsingar í vasanum þar sem kerfin tala saman og því gerist upplýsingaflæðið sjálfvirkt. Mikil vinna hefur farið í tölvuöryggi við þróun á smáforritinu og þessari nýju lausn. Allt er dulkóðað á sama tíma sem allir gagnapunktar eru merktir á þann hátt að alltaf er hægt að rekja spor upprunalegs eiganda að gögnunum. 
 
 
 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...