Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Fréttir 27. ágúst 2019

Öll gögn kúabóndans í farsímanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á síðasta ári stofnuðu sam­vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. 
 
Strax á þessu ári koma ný „öpp“ eða smáforrit á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. 
 
Öll gögn á einum stað
 
Öll gögn bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. 
 
Flæði upplýsinga
 
Nýjasta afurðin frá Mimiro er Eana Ku sem er tilboð fyrir norska kúabændur þar sem farsíminn er í fararbroddi. Í smáforritinu skiptast á upplýsingar frá fyrirtækjastjórnun mjólkursamlagsins Tine og Kukontrollen sem er kerfi fyrir kúabóndann til að halda utan um sínar upplýsingar. Með þessu móti hefur kúabóndinn allar upplýsingar í vasanum þar sem kerfin tala saman og því gerist upplýsingaflæðið sjálfvirkt. Mikil vinna hefur farið í tölvuöryggi við þróun á smáforritinu og þessari nýju lausn. Allt er dulkóðað á sama tíma sem allir gagnapunktar eru merktir á þann hátt að alltaf er hægt að rekja spor upprunalegs eiganda að gögnunum. 
 
 
 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...