Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
ryggvaskáli við Ölfusárbrú 1918. Öld er liðin frá því að Lands­bankinn opnaði þar útibú, en þetta var fyrsta bankaútibúið sem var stofnað utan kaupstaða og kauptúna.  Á innfelldu myndunum má sjá að mikil breyting hefur orðið á einkennismerki (firmamerki)
ryggvaskáli við Ölfusárbrú 1918. Öld er liðin frá því að Lands­bankinn opnaði þar útibú, en þetta var fyrsta bankaútibúið sem var stofnað utan kaupstaða og kauptúna. Á innfelldu myndunum má sjá að mikil breyting hefur orðið á einkennismerki (firmamerki)
Á faglegum nótum 15. október 2018

Öld frá því að Landsbankinn var opnaður á Selfossi

Höfundur: Nína Guðbjörg Pálsdóttir

Öld er liðin frá því að Lands­bankinn opnaði útibú í Tryggvaskála við Ölfusárbrú en þetta var fyrsta bankaútibúið sem var stofnað utan kaupstaða og kauptúna. Allar götur síðan hafa tengsl útibúsins við bændur og landbúnað verið afar sterk.

Gögn frá fyrstu starfsárum sýna fram á langa viðskiptasögu fjölmargra búa á svæðinu sem haldist hefur kynslóð fram af kynslóð og eru dæmi um bú sem hafa verið í viðskiptum við útibúið í heila öld. Bankinn hefur allt frá upphafi gegnt lykilhlutverki í atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi og tók m.a. þátt í uppbyggingu Flóaáveitunnar, Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga svo eitthvað sér nefnt.

Í útibúinu var „forstjóri“ og tveir starfsmenn

Stofnun útibúsins má rekja til þrýstings af hálfu sunnlenskra bænda og fór þar fremstur í flokki Gestur Einarsson á Hæli. Bróðir hans, Eiríkur Einarsson frá Hæli, lögfræðingur og alþingismaður, var ráðinn útibússtjóri. Í fréttum af útibúinu í október 1918 var Eiríkur reyndar sagður vera „forstjóri“ en ekki útibússtjóri en undirmenn hans voru tveir; feðgarnir Guðmundur Guðmundsson og sr. Guðmundur Helgason frá Birtingaholti.

Strax var ljóst að Tryggvaskáli væri ekki hentugt húsnæði fyrir starfsemi sem þessa og flutti bankinn árið eftir í eigið húsnæði. Það hús var upphaflega byggt árið 1899 í  Búðardal en var flutt sjóleiðina suður og reist aftur á Selfossi. Þar var starfsemi útibúsins í rúmlega þrjá áratugi eða allt fram á miðja síðustu öld. Húsið stendur enn og gengur undir nafninu Gamli-bankinn.

Nýja Landsbankahúsið á Selfossi var reist af miklum stórhug á árunum 1949–1953 og er jafnan talið eitt fallegasta hús á Suðurlandi. Húsið var byggt eftir frumteikningum Guðjóns Samúelssonar en honum entist ekki aldur til að fylgja verkinu eftir því hann lést árið 1950. Húsið er allt hið veglegasta en auk þess að hýsa bankastarfsemi voru í húsinu tvær íbúðir. Önnur í vesturenda annarrar hæðar ætluð útibússtjóra og hin ætluð húsverði í austurenda kjallarans. Samkomusalur og kaffistofa voru á rishæð. Vesturendi annarrar hæðar var leigður út fyrstu árin.

Djúpar rætur á Suðurlandi

Fram á sjöunda áratuginn var Landsbankinn eina bankaútibúið á Suðurlandi. Eftir það jókst samkeppnin en það er til marks um djúpar rætur bankans og áherslu hans á þjónustu við landsbyggðina að enn í dag er staða hans afar sterk á þessu svæði. Samkvæmt síðustu mælingu Gallup er markaðshlutdeild bankans á Suðurlandi nú um 48%. Meðalmarkaðshlutdeild Landsbankans á landsbygginni er heldur lægri, eða um 45%, og þegar litið er til landsins alls er hlutdeildin um 38%. Sterka stöðu á landsbyggðinni má án efa rekja til áherslu Landsbankans á að veita góða þjónustu um allt land en alls rekur bankinn 30 útibú og afgreiðslur utan höfuðborgarsvæðisins. Í Árnessýslu einni er Landsbankinn á þremur stöðum; Selfossi, Þorlákshöfn og í Reykholti.

Miklar breytingar á bankastarfsemi

Breytingarnar sem orðið hafa í þjóðfélaginu á þeim 100 árum sem eru liðin frá því að Landsbankinn opnaði útibú á Selfossi eru gríðarlegar. Myndin af Tryggvaskála sem fylgir þessari grein var tekin einhvern tímann á árunum 1911–1918 og hún segir meira en mörg orð um þær byltingarkenndu framfarir sem orðið hafa.

Ekki þarf að horfa svo langt aftur í tímann til að fá rakið dæmi um miklar framfarir, til dæmis frá því ég hóf störf hjá Landsbankanum á Selfossi árið 1986 hef ég upplifað ótrúlegar breytingar. Þá störfuðu í útibúinu rúmlega fjörutíu manns en þeim hefur fækkað um sextíu prósent á þessum liðlega þrjátíu árum. Starfsemi útibúa á þessum tíma krafðist mikils mannafla og voru fjölmennar bakvinnsludeildir sem önnuðust tölvuskráningar og ýmis uppgjör. Tölvutæknin hafði ekki nema að hluta rutt sér til rúms og mikið magn af tékkum, vísanótum og víxlum voru í umferð sem þurfti að skrá og flokka.

Upp úr miðjum níunda áratugnum átti sér stað mikil bylting þegar íslenska bankakerfið var beinlínuvætt með svokölluðu Kienzlekerfi sem samtengdi bankakerfið í gegnum Reiknistofu bankanna. Þetta þýddi að færslur skráðust á rauntíma og má geta þess að íslenska bankakerfið var það fyrsta í heiminum til að innleiða slíka tækni.

Öll vinnubrögð sem tengjast bankaþjónustu hafa gerbreyst á þeim tíma sem liðinn er síðan ég hóf fyrst störf hjá bankanum. Vinna sem áður krafðist margra handa er nú leyst með sjálfvirkum og stafrænum hætti. Viðskiptavinir geta nú sjálfir millifært, stofnað reikninga, hækkað og lækkað yfirdráttarheimildir og skipt kreditkortareikningum. Greiðslumat fyrir íbúðalán er nú aðgengilegt á vef bankans sem einfaldar og styttir ferlið til muna, bæði fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Bakvinnsla sem unnin var í útibúum heyrir nú sögunni til. Svona mætti lengi telja.

Meiri áhersla á fjármálaráðgjöf

Það er ljóst að viðskiptavinir vilja hafa aðgang að bankaþjónustu hvar og hvenær sem er, á netinu og í símanum. Landsbankinn tekur fullan þátt í þessari þróun og leggur nú enn meiri áherslu á stafræna tækni. Heimsóknum viðskiptavina í útibú hefur fækkað umtalsvert og hlutverk útibúa hefur breyst. Meiri áhersla er nú lögð á að veita faglega og persónulega fjármálaráðgjöf. Þannig þróast útibúin áfram í takti við nýja tíma.

Skylt efni: Landsbankinn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...