Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fyrsti vinnufundur Peatland LIFEline.is-verkefnisins var haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði í áliðnum september. Þar voru línurnar lagðar og rætt um skipulag af um fimmtíu þátttakendum.
Fyrsti vinnufundur Peatland LIFEline.is-verkefnisins var haldinn á Hvanneyri í Borgarfirði í áliðnum september. Þar voru línurnar lagðar og rætt um skipulag af um fimmtíu þátttakendum.
Mynd / aðsend
Fréttir 10. október 2025

Öflug innspýting í votlendisrannsóknir

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýju verkefni, Peatland LIFEline. is, hefur verið hleypt af stokkunum og miðar að endurheimt votlendis og líffræðilegri fjölbreytni á Íslandi. Það fær sex milljóna evra styrk frá ESB.

Markmið Peatland LIFEline. is-verkefnisins er að auka þekkingu og skilning á votlendi á láglendi á Íslandi, vistfræði þess, líffræðilegri fjölbreytni og búskap gróðurhúsalofttegunda. Áhersla er lögð á vistgerðina starungsmýravist sem hefur mjög hátt verndargildi og á þrjár fuglategundir sem eru tákn um heilbrigt votlendi en það eru tegundirnar jaðrakan, stelkur og lóuþræll.

Í kynningu á verkefninu segir að votlendi á Íslandi hafi um margt sérstöðu miðað við votlendi annars staðar í Evrópu, meðal annars vegna eldvirkni, en þættir eins og ungur berggrunnur, áfok og eldgos hafi áhrif á eðli og eiginleika þeirra. Þéttleiki fugla sé mikill og stofnar nokkurra tegunda fugla byggi afkomu sína að verulegu leyti á þessum svæðum.

Strax hafist handa

Að sögn forsvarsmanna standa vonir til að verkefnið muni styrkja yfirsýn og auka þekkingu á votlendissvæðum landsins, ástandi þeirra og helstu áskorunum við endurheimt. Auk þessa verði mikil áhersla lögð á samfélagslega þátttöku og miðlun þekkingar.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) stýrir verkefninu en samstarfsaðilar eru Land og skógur, Náttúrufræðistofnun, Fuglavernd, Hafrannsóknastofnun, Náttúruverndarstofnun og bresku fuglaverndarsamtökin Royal Society for the Protection of Birds

Spurð um fyrstu skrefin í Peatland LIFEline.is segir dr. Jóhanna Gísladóttir lektor, sem er í forsvari fyrir verkefnið hjá LbhÍ, að fyrir utan praktíska hluti líkt og það að hanna lógó, setja á laggirnar vefsíðu og skipuleggja samstarfið, séu helstu verkefni vetrarins fólgin í að undirbúa handbók um hvernig standa á að vöktun endurheimtarsvæðanna. Einnig að skipuleggja gagnaöflun og deilingu gagna þvert á stofnanir.

„Stór verkþáttur í verkefninu er fólginn í að framkvæma mælingar á því hvaða áhrif endurheimt hefur þegar kemur að t.d. losun gróðurhúsalofttegunda, áhrifum á líffræðilegan fjölbreytileika og vatnasviðið. Því þarf að framkvæma mælingar á alls kyns þáttum á svæðunum áður en endurheimtin fer fram. Á næstu vikum munum við nota RTK-dróna til að LiDAR-skanna fyrirhuguð endurheimtarsvæði, svo hægt sé að útbúa áreiðanleg hæðarlíkön þeirra í mikilli upplausn. Slík líkön munu svo liggja til grundvallar þegar við hefjum skipulagningu og undirbúning endurheimtar á hverju svæði fyrir sig síðar í vetur,“ útskýrir Jóhanna.

LIFE fjármagnar 75%

Peatland LIFEline.is-verkefnið er að mestu fjármagnað af LIFE-sjóðnum, sem er hluti af umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hófst formlega í byrjun september og mun standa yfir í 66 mánuði, eða til loka febrúar árið 2031. Heildarkostnaður nemur rúmlega 8 milljónum evra, þar af leggur LIFE-sjóðurinn til 75% fjárhæðarinnar, eða um 6 milljónir evra (sem samsvarar um einum milljarði íslenskra króna). Peatland LIFEline.is er umfangsmesta verkefni sem LbhÍ hefur stýrt til þessa.

„Það liggur alveg gríðarleg vinna að baki þessum stóra áfanga en strax í umsóknarferlinu vorum við þess fullviss að verkefnið myndi hljóta brautargengi vegna mikilvægis þess. Þetta er fyrsta LIFE-verkefnið sem Ísland fær úr náttúru- og lífbreytileikahluta sjóðsins og er vonandi bara upphafið að einhverri stórkostlegri vegferð fleiri slíkra verkefna,“ segir Jóhanna enn fremur. Samstarf allra aðila í verkefninu muni leiða af sér aukna fagþekkingu og getu innanlands til þess að efla starf á þessu sviði.

Skylt efni: votlendi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...