Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óafturkræf ógn við  íslenska laxastofninn
Fréttir 18. júlí 2016

Óafturkræf ógn við íslenska laxastofninn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Þetta er stórmál sem við höfum þungar áhyggjur af.  Gangi risaáform í sjókvíaeldi á kynbættum norskum laxi eftir er um að ræða óafturkræfa ógn við íslenska laxastofninn,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.

Aðalfundur LV, sem haldinn var á Bifröst í júní síðastliðnum, mótmælti stórfelldum áformum erlendra og innlendra fjárfesta á eldi á norskum laxi í sjókvíum hér við land.

Að mati aðalfundar Lands­sambands veiðifélaga stefna áformin óspilltum stofnum villtra laxa í voða og eru í raun aðför að viðkvæmri náttúru Íslands. „Sjókvíaeldi á norskum laxi er gróft brot á samkomulagi veiðiréttareigenda, eldisaðila og stangveiðimanna frá 1988 um að eldislax af erlendum uppruna skuli aldrei ala í sjókvíum við Íslands,“ segir í ályktun aðalfundar LV.

Miklir hagsmunir

„Vitað er að umtalsvert magn regnbogasilungs slapp nýlega úr eldiskví, þetta er dæmi sem við höfum fyrir augum okkar núna á þessari stundu og sýnir að við verðum að taka þetta mál alvarlega,“ segir Jón Helgi. Miklir hagsmunir séu í húfi, veiðibúskapur er atvinnugrein um land allt og hafi margir íbúar í dreifbýli af honum tekjur. Sú aðför sem gerð sé að íslenskri náttúru með því að setja villta íslenska laxastofninn í hættu sé stóralvarleg.

Ógnar lífríki á stóru svæði

Jón Helgi bendir á að rannsóknir hafi leitt í ljós að úrgangur frá 10 þúsund tonna laxeldi jafnist á við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg. „Það er enginn vafi á því að slíkt ógnar lífríkinu á stórum svæðum umhverfis kvíarnar. Því fylgir óafturkræf afleiðing fyrir fuglalíf og uppeldisstöðvar sjávar- og vatnafiska. Við höfum aðgang að reynslu Norðmanna af laxeldi í sjókvíum, hún er ekki góð, endalaus barátta við smitsjúkdóma, erfðablöndun í villtan laxastofn og lúsafaraldur  sem ógnar líffræðilegum fjölbreytileika,“ segir Jón Helgi. „Dæmin sem við höfum um skelfilegar afleiðingar sem orðið hafa í Noregi sýna þá miklu ógn sem blasir við okkar lífríki.“

Bera enga ábyrgð og sæta litlu eftirliti

Hann bendir einnig á að fiskeldisfyrirtæki beri enga ábyrgð, hvorki af eignaspjöllum né þeim hugsanlegu skaðvænlegu áhrifum sem starfsemi þeirra kann að hafa á umhverfið. Á aðalfundinum var þess krafist að í lögum verði fyrirtækjunum gert skylt að kaupa umhverfistryggingar, sem bæta tjón sem af starfseminni geta hlotist.

Þá lýsti fundurinn yfir mikilli furðu á að laxeldisfyrirtækjum eru afhent verðmæt strandsvæði endurgjaldslaust til starfseminnar utan netlaga. Jón Helgi bætir við að það veikburða eftirlit stofnana sem er með fyrirtækjunum veki furðu, þær veiti hvorki aðhald með virku eftirliti né skyldi fiskeldisfyrirtækin til ábyrgðar. Í Noregi er það fyrirkomulag við lýði að fyrirtækin greiða háar fjárhæðir fyrir útgefin starfsleyfi og fyrir nýtingu sjávar til eldisins.

Þarf stórslys til?

„Að okkar mati þurfa stjórnvöld að færa þessi mál til betri vegar,“ segir Jón Helgi. „Íslendingar eru aðeins að vakna af dvalanum, sjá hvaða afleiðingar blasa við til framtíðar litið, en því miður er fátt sem bendir til að stjórnvöld grípi inn í. Það er einhvern veginn eins og þetta eigi yfir okkur að ganga og stórslys þurfi til að bæði almenningur og stjórnvöld geri sér grein fyrir alvöru málsins.“

Hann segir að eins sé nauðsynlegt, verði sjókvíaeldi leyft í þeim mæli sem útlit er fyrir að verði gert, að leyfin verði takmörkuð við geldlax og að eldið verði staðsett fjarri silungs- og laxveiðiám.

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...