Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt íbúðasvæði á Grenivík er 3,6 ha að stærð og er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Gert er ráð fyrir að þar verði til framtíðar litið byggðar 28 íbúðir í sérbýlis-, rað- og parhúsum. 
Nýtt íbúðasvæði á Grenivík er 3,6 ha að stærð og er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Gert er ráð fyrir að þar verði til framtíðar litið byggðar 28 íbúðir í sérbýlis-, rað- og parhúsum. 
Mynd / Vefsíða Grýtubakkahrepps.
Fréttir 29. desember 2021

Nýtt íbúðahverfi í kynningarferli í Grýtubakkahreppi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur samþykkt að vísa skipu­lagslýsingu vegna deiliskipulags fyrir nýtt íbúðahverfi sunnan Grenivíkurvegar í kynningarferli.

Markmið deiliskipulagsins er að skipuleggja íbúðalóðir á svæðinu sem er í brekku sunnan þjóðvegar beint suður af Gamla skóla. Svæðið er um 3,6 ha að stærð. Miðað er við að þar verði að lágmarki um 28 íbúðir og er markmiðið að auka fjölbreytni í lóðaframboði á Grenivík.

Fram kemur í skýrslu um nýja íbúðasvæðið að fjöldi lóða á þessu nýja svæði sé í heild nokkuð umfram það sem líklegt er að þörf verði fyrir á næstu árum. Byggingarsvæðið muni væntanlega byggjast upp hægt og rólega þannig að lóðir verða gerðar byggingarhæfar eftir þörfum á löngum tíma. Miðað er við að íbúðir verði fyrst og fremst í sérbýlishúsum, raðhúsum og parhúsum.

Í upphafi þessa árs var 371 íbúi í Grýtubakkahreppi og af þeim bjó 291 á Grenivík, en frá árinu 2010 hefur íbúum á Grenivík fjölgað um 42. Gróflega er áætlað að íbúafjöldi í sveitarfélaginu verði á bilinu 365 til 420 árið 2031. Ef miðað er við efri mörk verður þörf fyrir um 20 nýjar íbúðir fram að þeim tíma. Flestar þeirra verða væntanlega á Grenivík.

Auk þessa nýja íbúðahverfis sem nú er í kynningarferli er gert ráð fyrir 23 nýjum íbúðalóðum við Lækjarvelli og þéttingu byggðar við Ægissíðu, þar sem komast fyrir þrjár nýjar íbúðir. Við Höfðagötu syðst í byggðinni er rými fyrir um 10 íbúðir, þar af eru 6 á óbyggðum einbýlishúsalóðum.

Á miðsvæði sunnan skipulagssvæðisins er gert ráð fyrir stækkun Grenilundar og þar má einnig gera ráð fyrir litlum fjölbýlishúsum.

Skylt efni: Grýtubakkahreppur

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...