Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Mynd / Ok-maerket.dk
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í lagi, sem ætlað er að votta að starfsmenn fyrirtækja hafi kjarasamninga við stéttarfélag. Merkið er að danskri fyrirmynd.

Á málþingi á degi landbúnaðarins kom fram hjá Halldóru S. Sveinsdóttur, formanni Bárunnar, stéttarfélags, að Báran hefði undanfarið unnið með garðyrkjubændum í Friðheimum að merki sem nefnist Í lagi. Þetta væri hugmynd sem kæmi frá Danmörku og lýsti því að starfsfólk á viðkomandi stað hefði kjarasamning og að hugað væri vel að því launafólki.

Unnið með bændum í Sölufélagi garðyrkjumanna

Hugmyndin að innleiðingu slíks merkis á Íslandi er upprunnin í Friðheimum í Reykholti. Knútur Rafn Ármann í Friðheimum segir verkefnið búið að vera í vinnslu um allnokkurt skeið og til standi að koma merkinu í umferð síðar í vetur. Hópur bænda innan Sölufélags garðyrkjumanna muni taka merkið upp þegar undirbúningsvinnu sé að fullu lokið, en hún felur meðal annars í sér gerð gæðahandbóka innan viðkomandi fyrirtækja.

„Merkið er hugsað sem jákvæður hvati til fyrirtækja og verkalýðsfélaga – að búa til jákvætt samtal þessara aðila með hvatningu,“ segir Knútur. Hugsunin sé að fyrirtæki geti haft vottun um að hugað sé vel að starfsfólki og það sé, ásamt fleiri þáttum, jákvætt að neytandinn geti valið sér vöru sem hafi slíka vottun, auk þess sem það styrki innlenda framleiðslu gagnvart innfluttri vöru. ASÍ hefur einnig lagt verkefninu lið.

Undirbúningi að ljúka og merkið í samþykktarferli

„Fyrirmyndin kemur frá Danmörku,“ segir Halldóra. „Það sem við erum að tala um er að fyrirtæki fær þetta merki ef það hefur kjarasamning við viðkomandi stéttarfélag. Hér erum við að þekja 90% markaðarins með kjarasamningum,“ útskýrir hún. Fyrirtækin geti þannig merkt vörur sínar með Í lagi, til glöggvunar fyrir neytendur.

„Hugmyndin er að við samþykkjum að fyrirtækin séu að fara eftir kjarasamningum og að greiða rétt laun og þá fá þau stimpilinn Í lagi. Þetta hefur verið samvinnuverkefni okkar og Friðheima eingöngu enn þá. Friðheimar eru svo að vinna í baklandi garðyrkjubænda,“ segir hún enn fremur. Undirbúningi sé nánast lokið en merkið hafi ekki verið formlega samþykkt enn sem komið er.

Danir notað OK-merki í mörg ár

Danska OK-merkið er líklega fyrirmynd Í lagi-merkisins. Það hefur verið allmörg ár í umferð og er sameiginlegt átak um 65 danskra verkalýðsfélaga. Merkið á að tryggja öryggi til mannsæmandi launa skv. kjarasamningi, orlofs og fæðingarorlofs. Um 1,3 milljónir launafólks í Danmörku munu vera undir OK-merkinu.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...