Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Matvælaráð: Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins, talið frá vinstri í efri röð, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri hjá SI, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI. Í neðri röð eru Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst, Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu og formaður Matvælaráðs SI, og Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus.
Mynd / Birgir Ísleifur
Fréttir 22. júlí 2021

Nýtt Matvælaráð Samtaka Iðnaðarins tekið til starfa

Höfundur: Magnús Hreiðar Hlynsson

Nýtt Matvælaráð Samtaka iðnaðarins (SI) hefur verið sett á laggirnar. Í ráðinu sitja Rannveig Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Kötlu, sem er formaður ráðsins, Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, Sigurjón R. Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, Stefán Magnússon, markaðsstjóri CCEP á Íslandi, Sæmundur Sveinsson, fagstjóri Matís, og Valmundur Pétur Árnason, framkvæmdastjóri Lostæti Austurlyst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SI. Matvælaráð er vettvangur umræðu um stöðu matvælaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar ólíkra matvæla- og drykkjarframleiðenda innan Samtaka iðnaðarins. Matvælaiðnaður á Íslandi skapar 4,6% landsframleiðslunnar, sem eru ríflega 122 milljarðar króna og í greininni eru starfandi um 10.400 manns, sem er 5% af heildarfjölda starfandi í landinu. Nýja ráðið áformar í haust að efna til umræðu um stöðu íslenskra matvælaframleiðenda, helstu áskoranir og tækifæri í atvinnugreininni.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...